Skoða að sækja bætur til Isavia vegna verkfallsaðgerðanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 08:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið muni skoða það hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum. Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum.
Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira