Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 09:50 Áður en hæstiréttur Texas opinberaði úrskurð sinn fór Cate Kox í annað ríki Bandaríkjanna til að fara í þungunarrof. Lögmenn hennar segja heilsu hennar hafa farið versnandi. AP Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“ Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira