„Eigum að vinna þennan leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. desember 2023 19:01 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að Ísland eigi að vinna Kongó í úrslitum Forsetabikarsins annað kvöld og það sé sannarlega markmiðið. Liðið virðist slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni. Ísland féll naumlega úr leik og færðist yfir í Forsetabikarinn eftir jafntefli við Angóla í lokaleik riðlakeppninnar. Angóla fór á móti í milliriðil þar sem þær angólsku unnu tvo leiki. Mikið svekkelsi var með úrslitin og hefur íslenska liðið sýnt hingað til að það sé sterkasta liðið í Forsetabikarnum. „Þetta er aðeins öðruvísi. Við erum í aðeins öðruvísi hlutverki en í riðlinum. Þar vorum við að mæta andstæðingum sem eru fyrirfram mun sterkari,“ „Eftir á að hyggja og eftir það hvernig leikurinn við Angóla spilaðist, þá hefðum við viljað vera í því áfram að spila við þessi lið sem eru þarna fyrir ofan okkur. Við hefðum mætt liðum eins og Suður-Kóreu og Austurríki, sem Angóla vann. Þar vildum við vera en af því að þetta fór svona erum við ánægð með hvernig gert þetta í framhaldinu og staðið okkur í þessu verkefni.“ segir Arnar. Markmiðið verið skýrt frá upphafi Á morgun er úrslitaleikur við Kongó sem vann hinn riðilinn í Forsetabikarnum. Liðið lagði þar Íran, Kasakstan og Síle. Arnar segir markmiðin skýr fyrir morgundaginn. „Mér líst mjög vel á það. Ég hef sagt alveg frá upphafi síðan við fórum í þessa keppni að við ætlum að vinna hana. Það er einn leikur eftir og nú er undirbúningur fyrir hann hafinn. Það er allt á fullu og við ætlum okkur að vinna þennan leik á morgun.“ Arnar segir Kongóliðið þá vera slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni. „Það sem við erum búnir að sjá er töluverður munur á þessum liðum. Angóla-liðið er töluvert sterkara. Þessi leikur á morgun snýst fyrst og fremst, eins og hinir leikirnir í þessari keppni, um okkar frammistöðu, okkar leik og að við gerum okkar vel. Þá eigum við að vinna þennan leik á morgun.“ segir Arnar. Leikur Íslands og Kongó hefst klukkan 19:30 á morgun og verður lýst beint á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Ísland féll naumlega úr leik og færðist yfir í Forsetabikarinn eftir jafntefli við Angóla í lokaleik riðlakeppninnar. Angóla fór á móti í milliriðil þar sem þær angólsku unnu tvo leiki. Mikið svekkelsi var með úrslitin og hefur íslenska liðið sýnt hingað til að það sé sterkasta liðið í Forsetabikarnum. „Þetta er aðeins öðruvísi. Við erum í aðeins öðruvísi hlutverki en í riðlinum. Þar vorum við að mæta andstæðingum sem eru fyrirfram mun sterkari,“ „Eftir á að hyggja og eftir það hvernig leikurinn við Angóla spilaðist, þá hefðum við viljað vera í því áfram að spila við þessi lið sem eru þarna fyrir ofan okkur. Við hefðum mætt liðum eins og Suður-Kóreu og Austurríki, sem Angóla vann. Þar vildum við vera en af því að þetta fór svona erum við ánægð með hvernig gert þetta í framhaldinu og staðið okkur í þessu verkefni.“ segir Arnar. Markmiðið verið skýrt frá upphafi Á morgun er úrslitaleikur við Kongó sem vann hinn riðilinn í Forsetabikarnum. Liðið lagði þar Íran, Kasakstan og Síle. Arnar segir markmiðin skýr fyrir morgundaginn. „Mér líst mjög vel á það. Ég hef sagt alveg frá upphafi síðan við fórum í þessa keppni að við ætlum að vinna hana. Það er einn leikur eftir og nú er undirbúningur fyrir hann hafinn. Það er allt á fullu og við ætlum okkur að vinna þennan leik á morgun.“ Arnar segir Kongóliðið þá vera slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni. „Það sem við erum búnir að sjá er töluverður munur á þessum liðum. Angóla-liðið er töluvert sterkara. Þessi leikur á morgun snýst fyrst og fremst, eins og hinir leikirnir í þessari keppni, um okkar frammistöðu, okkar leik og að við gerum okkar vel. Þá eigum við að vinna þennan leik á morgun.“ segir Arnar. Leikur Íslands og Kongó hefst klukkan 19:30 á morgun og verður lýst beint á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti