Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

Sturluð upp­lifun og skjálftinn farinn

„Auðvitað er svekkjandi að tapa en mér fannst frábær orka í liðinu. Þó við höfum ekki átt fullkomin leik stóðum við vel í þeim,“ segir Elín Klara Þorkelsdóttir, sem var markahæst Íslands í sjö marka tapi fyrir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á HM.

Handbolti
Fréttamynd

Nýtti pirringin á réttan hátt

Katrín Tinna Jensdóttir var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður íslenska landsliðsins í sjö marka tapi fyrir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á HM í Stuttgart. Hún naut sín vel og segir tapið hafa verið helst til stórt.

Handbolti
Fréttamynd

Elísa ekki með og Andrea utan hóps

Andrea Jacobsen er ekki skráð í lokahóp íslenska landsliðsins á HM í Þýskalandi, sem hefst síðar í dag. Elísa Elíasdóttir verður ekki með í opnunarleiknum á eftir vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

„Þeirra helsti veik­leiki“

„Þjóðverjarnir eru rosalega sterkir“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir opnunarleik liðanna. Veikleika má þó finna á þýska liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

„Við vinnum mjög vel saman“

Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum.

Handbolti
Fréttamynd

„Búið að vera stórt mark­mið hjá mér“

Eftir langan dag á ferð og flugi eru stelpurnar okkar mættar til Stuttgart, þar sem þær spila á heimsmeistaramótinu í handbolta næstu daga. Nýliðanum í hópnum líst vel á verkefnið og þakkar fjölskyldunni fyrir að koma til Þýskalands með svo skömmum fyrirvara.

Handbolti
Fréttamynd

„Hefðum klár­lega viljað fá að­eins meira út úr þessari viku“

„Við erum að koma okkur inn í búbbluna sem er gott að vera í. Þar fáum við aðeins betri tíma og meira næði til að einbeita sér að því sem skiptir máli,“ segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta. Liðið hélt utan í dag, spilar æfingaleik í Færeyjum á morgun og hefur leik á HM í Þýskalandi eftir helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Þarf að græja pössun

„Maður er orðinn mjög spenntur að komast út og byrja þetta,“ segir Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta sem hefur keppni á HM í næstu viku. Liðið hélt utan til Færeyja í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Matt­hildur Lilja kölluð inn í HM hópinn

Matthildur Lilja Jónsdóttir leikmaður ÍR hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi heimsmeistaramót kvenna í handbolta. Matthildur bætist við þá sextán leikmenn sem tilkynntir voru fyrr í mánuðinum.

Handbolti