Líkir undrabarni Arsenal við Wilshere Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2023 13:31 Ethan Nwaneri kemur inn á í leik Brentford og Arsenal 18. september í fyrra. Hann var þá aðeins fimmtán ára og 181 dags gamall. getty/Jacques Feeney Sextán ára ungstirni gæti spilað fyrir Arsenal þegar liðið mætir PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Arsenal er búið að tryggja sér sigur í B-riðli Meistaradeildarinnar og PSV er öruggt með 2. sætið. Úrslitin í leik kvöldsins hafa þannig engin áhrif á lokastöðuna í riðlinum og því gætu minni spámenn fengið að spreyta sig í kvöld. Meðal þeirra sem gæti komið við sögu hjá Arsenal í kvöld er Ethan Nwaneri. Hann varð yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann spilaði í 3-0 sigri Arsenal á Brentford í fyrra, aðeins fimmtán ára, og hann er í miklum metum hjá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins. Hann líkti honum við leikmann sem lét einnig ungur að sér kveða með Arsenal. „Hann hefur einstaka hæfileika til að fá boltann og losa sig í þröngum stöðum eins og Jack Wilshere gerði,“ sagði Arteta. „Með persónuleikann, þá æfir hann með okkur eins og hann æfir með U-18 ára liðinu og ég elska það. Á hverjum einasta degi vill hann sýna hversu góður hann er.“ Ef Nwaneri kemur við sögu í kvöld verður hann yngsti leikmaður Arsenal til að spila í Meistaradeildinni. Leikur PSV og Arsenal hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira
Arsenal er búið að tryggja sér sigur í B-riðli Meistaradeildarinnar og PSV er öruggt með 2. sætið. Úrslitin í leik kvöldsins hafa þannig engin áhrif á lokastöðuna í riðlinum og því gætu minni spámenn fengið að spreyta sig í kvöld. Meðal þeirra sem gæti komið við sögu hjá Arsenal í kvöld er Ethan Nwaneri. Hann varð yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann spilaði í 3-0 sigri Arsenal á Brentford í fyrra, aðeins fimmtán ára, og hann er í miklum metum hjá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins. Hann líkti honum við leikmann sem lét einnig ungur að sér kveða með Arsenal. „Hann hefur einstaka hæfileika til að fá boltann og losa sig í þröngum stöðum eins og Jack Wilshere gerði,“ sagði Arteta. „Með persónuleikann, þá æfir hann með okkur eins og hann æfir með U-18 ára liðinu og ég elska það. Á hverjum einasta degi vill hann sýna hversu góður hann er.“ Ef Nwaneri kemur við sögu í kvöld verður hann yngsti leikmaður Arsenal til að spila í Meistaradeildinni. Leikur PSV og Arsenal hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira