Fækkum rauðu rósunum Sigmar Guðmundsson skrifar 12. desember 2023 12:30 Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið. Að sjá mæður með ung föðurlaus börn og tárvota foreldra að syrgja barnið sitt er auðvitað mjög sorglegt en að sama skapi vitnisburður um hve vandinn er alvarlegur. Stefnuleysi stjórnvalda er sömuleiðis sorglegt en það hefur ekki verið í gildi stefna í áfengis og vímuvörnum síðan árið 2020. Fólk deyr í tugatali á hverju ári og samt er ekki unnið eftir neinu langtímaplani. Ég sagði í ræðu á mótmælunum að þetta væri óboðlegt og ekki í neinu samræmi við ástandið. Ég hef nú lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem þess er krafist að slík stefna verði mótuð og að hana eigi að leggja fram ekki síðar en í vor. Við hljótum að gera allt sem við getum til þess að fækka dauðsföllum og hlúa betur að fárveiku fólki. Þetta er mjög flókinn heilbrigðisvandi sem ekki er hægt að leysa með plástrum hér og þar, heldur þarf að vera í gildi skýr stefna til framtíðar. Fárveikt fólk með banvænan sjúkdóm á ekki að þurfa að bíða mánuðum saman eftir aðstoð. Úrræðaleysið er algert og því þarf að breyta. Það er orðið tímabært að stjórnvöld og samfélagið allt meðtaki þá staðreynd að þessir 80 til 100 einstaklingar sem látast úr þessum sjúkdómi á ári hverju er fólk af holdi og blóði. Fólk sem hefði getað lagt margt gott til samfélagsins, skapað margvísleg verðmæti, ef sjúkdómurinn hefði ekki tekið völdin. Það er líka tímabært að við áttum okkur öll á því að markvissar aðgerðir, hvort sem er í forvörnum, meðferðarstarfi eða með eftirfylgni, geta dregið umtalsvert úr álagi á löggæslu, dómstóla, fangelsi, heilbrigðiskerfið og önnur velferðarkerfi okkar. Skynsöm stefna til lengri tíma getur sparað peninga. Skýr stefna í áfengis og vímefnavörnum sendir skýr skilaboð um að okkar veikasta fólk skiptir máli. Það er ekki afgangsstærð eða jaðarhópur sem á minni rétt til heilbrigðisþjónustu en aðrir. Okkur ber skylda til þess að fækka þeim rauðu rósum sem lagðar eru á tröppur Alþingishússins af ástvinum þeirra sem látast úr þessum grafalvarlega sjúkdómi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið. Að sjá mæður með ung föðurlaus börn og tárvota foreldra að syrgja barnið sitt er auðvitað mjög sorglegt en að sama skapi vitnisburður um hve vandinn er alvarlegur. Stefnuleysi stjórnvalda er sömuleiðis sorglegt en það hefur ekki verið í gildi stefna í áfengis og vímuvörnum síðan árið 2020. Fólk deyr í tugatali á hverju ári og samt er ekki unnið eftir neinu langtímaplani. Ég sagði í ræðu á mótmælunum að þetta væri óboðlegt og ekki í neinu samræmi við ástandið. Ég hef nú lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem þess er krafist að slík stefna verði mótuð og að hana eigi að leggja fram ekki síðar en í vor. Við hljótum að gera allt sem við getum til þess að fækka dauðsföllum og hlúa betur að fárveiku fólki. Þetta er mjög flókinn heilbrigðisvandi sem ekki er hægt að leysa með plástrum hér og þar, heldur þarf að vera í gildi skýr stefna til framtíðar. Fárveikt fólk með banvænan sjúkdóm á ekki að þurfa að bíða mánuðum saman eftir aðstoð. Úrræðaleysið er algert og því þarf að breyta. Það er orðið tímabært að stjórnvöld og samfélagið allt meðtaki þá staðreynd að þessir 80 til 100 einstaklingar sem látast úr þessum sjúkdómi á ári hverju er fólk af holdi og blóði. Fólk sem hefði getað lagt margt gott til samfélagsins, skapað margvísleg verðmæti, ef sjúkdómurinn hefði ekki tekið völdin. Það er líka tímabært að við áttum okkur öll á því að markvissar aðgerðir, hvort sem er í forvörnum, meðferðarstarfi eða með eftirfylgni, geta dregið umtalsvert úr álagi á löggæslu, dómstóla, fangelsi, heilbrigðiskerfið og önnur velferðarkerfi okkar. Skynsöm stefna til lengri tíma getur sparað peninga. Skýr stefna í áfengis og vímefnavörnum sendir skýr skilaboð um að okkar veikasta fólk skiptir máli. Það er ekki afgangsstærð eða jaðarhópur sem á minni rétt til heilbrigðisþjónustu en aðrir. Okkur ber skylda til þess að fækka þeim rauðu rósum sem lagðar eru á tröppur Alþingishússins af ástvinum þeirra sem látast úr þessum grafalvarlega sjúkdómi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar