Kertasníkir sá eini sem gefur Rakel enn í skóinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. desember 2023 17:14 Rannver Sigurjónsson og Rakel Orradóttir ætla að verja jólum og áramótum í sólinni á Tenerife þetta árið. Aðsend Rakel Orradóttir markþjálfi og áhrifavaldur er mikið jólabarn og segir jólabaksturinn heilaga stund á aðventunni. Hún mun verja jólunum og áramótunum í sólinni á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni og tengdafjölskyldu. Rakel er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf, pottþétt Elf.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Jólin heima hjá ömmu þegar ég var barn, ef ég hugsa um þessa jóla tilfinningu þá finn ég hana í minningunum þaðan.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þegar ég var 5 ára fékk ég dúkkuhús sem var jafn stórt og ég.“ Hver er furðulegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Pabbi minn er duglegur að gefa skemmtilega furðulegar gjafir. Í fyrra fengum við allskonar random hluti í eldhúsið og er ég enn ekki búin að átta mig á því hvað einn af þessum hlutum á að gera, ég held að hann tengist eggjum.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Á jóladag þá leggst ég upp í sófa með sængina og borða osta, Nóa konfekt, Malt og appelsín og horfi á jólamynd.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „The little drummer boy með Bing Crosby.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég á ekki eina uppáhalds, en ég elska allar sem tengjast rómantík.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Má ég segja frið á jörðu?“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Gömul jólatónlist og ilmurinn af hamborgarhryggnum.“ Hvað borðar þú á jólunum? „Hamborgarhrygg.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Heldur betur, ég ætla að njóta í sólinni með Rannver, krökkunum og tengdafjölskyldunni yfir jól og áramót.“ Bakar þú smákökur fyrir jólin? „Lakkrístoppar. Það er heilagur bakstur fyrir jólin.“ Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? „Kertasníkir, hann er sá eini sem hefur haldið áfram að gefa mér í skóinn fram á fullorðinsár.“ Rakel segir jóladag einkennast af notalegheitum uppi í sófa.Thelma Arngríms Ertu tímanlega í jólaundirbúningnum eða týpan sem hleypur niður Laugaveginn á Þorláksmessu í leit að seinustu gjöfinni? „Tímanlega, við Rannver eigum saman þá skemmtilegu hefð að klára allar jólagjafir saman á netinu í nóvember á Black friday eða Cyber monday.“ Hvað eru jól fyrir þér? „Samveran með fjölskyldunni.“ Jól Jólamolar Tengdar fréttir „Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur sem Auður, hlakkar til að verja jólunum í faðmi fjölskyldunnar og kærustunnar Cassöndru á Íslandi. Hann treður upp í Iðnó 16. desember en þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar opinberlega á Íslandi eftir að hafa dregið sig í hlé um langt skeið. Auðunn er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2023 11:27 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Jóladagatal Vísis: Þegar goðsögn úr Police Academy fór í kattaslag við Pétur Jóhann Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf, pottþétt Elf.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Jólin heima hjá ömmu þegar ég var barn, ef ég hugsa um þessa jóla tilfinningu þá finn ég hana í minningunum þaðan.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þegar ég var 5 ára fékk ég dúkkuhús sem var jafn stórt og ég.“ Hver er furðulegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Pabbi minn er duglegur að gefa skemmtilega furðulegar gjafir. Í fyrra fengum við allskonar random hluti í eldhúsið og er ég enn ekki búin að átta mig á því hvað einn af þessum hlutum á að gera, ég held að hann tengist eggjum.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Á jóladag þá leggst ég upp í sófa með sængina og borða osta, Nóa konfekt, Malt og appelsín og horfi á jólamynd.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „The little drummer boy með Bing Crosby.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég á ekki eina uppáhalds, en ég elska allar sem tengjast rómantík.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Má ég segja frið á jörðu?“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Gömul jólatónlist og ilmurinn af hamborgarhryggnum.“ Hvað borðar þú á jólunum? „Hamborgarhrygg.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Heldur betur, ég ætla að njóta í sólinni með Rannver, krökkunum og tengdafjölskyldunni yfir jól og áramót.“ Bakar þú smákökur fyrir jólin? „Lakkrístoppar. Það er heilagur bakstur fyrir jólin.“ Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? „Kertasníkir, hann er sá eini sem hefur haldið áfram að gefa mér í skóinn fram á fullorðinsár.“ Rakel segir jóladag einkennast af notalegheitum uppi í sófa.Thelma Arngríms Ertu tímanlega í jólaundirbúningnum eða týpan sem hleypur niður Laugaveginn á Þorláksmessu í leit að seinustu gjöfinni? „Tímanlega, við Rannver eigum saman þá skemmtilegu hefð að klára allar jólagjafir saman á netinu í nóvember á Black friday eða Cyber monday.“ Hvað eru jól fyrir þér? „Samveran með fjölskyldunni.“
Jól Jólamolar Tengdar fréttir „Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur sem Auður, hlakkar til að verja jólunum í faðmi fjölskyldunnar og kærustunnar Cassöndru á Íslandi. Hann treður upp í Iðnó 16. desember en þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar opinberlega á Íslandi eftir að hafa dregið sig í hlé um langt skeið. Auðunn er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2023 11:27 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Jóladagatal Vísis: Þegar goðsögn úr Police Academy fór í kattaslag við Pétur Jóhann Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
„Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur sem Auður, hlakkar til að verja jólunum í faðmi fjölskyldunnar og kærustunnar Cassöndru á Íslandi. Hann treður upp í Iðnó 16. desember en þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar opinberlega á Íslandi eftir að hafa dregið sig í hlé um langt skeið. Auðunn er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2023 11:27