„Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2023 08:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið öflug milli stanganna. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. Ísland féll á svekkjandi hátt úr leik í riðlakeppninni eftir jafntefli við Angóla þar sem þær angólsku voru með betri markatölu. Sigur hefði dugað Íslandi í milliriðil og segir Elín að það hafi reynst liðinu erfitt að kyngja jafnteflinu, sem í raun hafi virkað sem tap. „Þetta var smá brekka til að byrja með. Við vorum rosa sárar og svekktar að komast ekki í milliriðilinn, sérstaklega af því það var bara eitt mark á milli. Þetta var alveg erfitt og það hefur verið smá erfitt að gíra sig inn í þessa leiki sem maður er að fara í en samt hafa þeir gefið okkur mjög mikið. Við erum mjög þakklátar. Við erum búnar að læra rosa mikið inn á hvora aðra og þetta hefur gefið mikið,“ segir Elín Jóna. Angólska liðið stóð sig vel í milliriðli og vann tvo leiki, við Austurríki og Suður-Kóreu. En er þá sárt fyrir stelpurnar að sjá þær vinna leiki þar sem Ísland hefði hæglega getað verið? „Já og nei, það er alveg flott að sjá að þær séu að vinna þessi lið vegna þess að þá hefur maður mikla trú á því að við myndum líka gera það ef við værum þarna. Þetta gefur manni ákveðið sjálfstraust að sjá, við getum unnið Angóla, og það að þær vinni Austurríki og Suður-Kóreu sýnir að við getum líka gert það.“ Markmiðið í Forsetabikarnum, sem Ísland fór í sem neðsta lið síns riðils, hafi þá alltaf verið skýrt. Liðið er nú aðeins einum sigri frá því markmiði. „Þetta var leikurinn sem við vildum fá eftir að við fréttum að við værum að fara í Forsetabikarinn. Við erum gríðarlega vel stemmdar. Kongó er með sterkt lið og þetta verður hörkuleikur,“ segir Elín Jóna. Þá eigi að koma bikarnum til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, sem var í stúkunni á leiknum við Angóla í Stafangri. „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði þannig að við verðum að sækja hann.“ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00 „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland féll á svekkjandi hátt úr leik í riðlakeppninni eftir jafntefli við Angóla þar sem þær angólsku voru með betri markatölu. Sigur hefði dugað Íslandi í milliriðil og segir Elín að það hafi reynst liðinu erfitt að kyngja jafnteflinu, sem í raun hafi virkað sem tap. „Þetta var smá brekka til að byrja með. Við vorum rosa sárar og svekktar að komast ekki í milliriðilinn, sérstaklega af því það var bara eitt mark á milli. Þetta var alveg erfitt og það hefur verið smá erfitt að gíra sig inn í þessa leiki sem maður er að fara í en samt hafa þeir gefið okkur mjög mikið. Við erum mjög þakklátar. Við erum búnar að læra rosa mikið inn á hvora aðra og þetta hefur gefið mikið,“ segir Elín Jóna. Angólska liðið stóð sig vel í milliriðli og vann tvo leiki, við Austurríki og Suður-Kóreu. En er þá sárt fyrir stelpurnar að sjá þær vinna leiki þar sem Ísland hefði hæglega getað verið? „Já og nei, það er alveg flott að sjá að þær séu að vinna þessi lið vegna þess að þá hefur maður mikla trú á því að við myndum líka gera það ef við værum þarna. Þetta gefur manni ákveðið sjálfstraust að sjá, við getum unnið Angóla, og það að þær vinni Austurríki og Suður-Kóreu sýnir að við getum líka gert það.“ Markmiðið í Forsetabikarnum, sem Ísland fór í sem neðsta lið síns riðils, hafi þá alltaf verið skýrt. Liðið er nú aðeins einum sigri frá því markmiði. „Þetta var leikurinn sem við vildum fá eftir að við fréttum að við værum að fara í Forsetabikarinn. Við erum gríðarlega vel stemmdar. Kongó er með sterkt lið og þetta verður hörkuleikur,“ segir Elín Jóna. Þá eigi að koma bikarnum til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, sem var í stúkunni á leiknum við Angóla í Stafangri. „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði þannig að við verðum að sækja hann.“
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00 „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00
„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04
Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31