Gubica er sekur um að hafi brotið gegn bæði siðareglum evrópska handboltasambandsins (EHF Code of Conduct) sem og gegn siðareglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF Ethics Code).
Það var þó tekið fram í frétt um dóminn, á heimasíðu evrópska sambandsins, að brotin hafi ekkert að gera með mögulega hagræðingu úrslita eða að króatíski dómarinn hafi haft önnur áhrif á úrslit leikja.
Now Croatian referee Matija Gubica has been suspended from officiating EHF competitions for three years, guilty of having violated fundamental obligations outlined in the EHF Code of Conduct and the IHF Ethics Code.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 12, 2023
The case is not related to any allegations of possible match https://t.co/nAUxXd0I8w
Matija Gubica dæmdi alltaf með landa sínum Boris Milosevic. Þeir hafa bæði dæmt úrslitaleik á HM og EM á síðustu árum.
Gubica og Milosevic dæmdu úrslitaleik Evrópumótsins 2018 á milli Spánar og Svíþjóðar en einnig úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2019 milli Danmerkur og Noregs. Þeir dæmdu líka leikinn um þriðja sætið á HM 2021 en hann var á milli Spánar og Frakklands.
Gubica og Milosevic hafa enn fremur dæmt þrjá leiki íslenska landsliðsins á stórmótum.
Þeir dæmdu fyrst leik Íslands og Noregs á EM 2014 en þann leik vann Ísland 31-26.
Næst dæmdu þeir leik Íslands og Alsír á HM 2015 en þann leik vann Ísland 32-24.
Íslensku strákarnir töpuðu síðan síðasta leiknum sem þeir Gubica og Milosevic dæmdu hjá þeim en það var tapleikur á móti Svíum á EM 2020.
Gubica og Milosevic eru því ekki meðal dómara á EM í Þýskalandi í næsta mánuði en þeir voru búnir að dæma á öllum Evrópumótum frá og með EM 2014 eða fimm mótum í röð.