Fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 12:00 Sögulegur samningur Shohei Ohtani við Los Angeles Dodgers er nú orðinn enn sögulegri. Getty/ Jim McIsaac Japanski hafnaboltamaðurinn Shohei Ohtani skrifaði undir risasamning við Los Angeles Dodgers á dögunum og færir sig því á milli liða í Los Angeles borg. Ohtani er frábær leikmaður og hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður MLB-deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann þykir einn sá besti í sögunni og hefur verið líkt við Babe Ruth vegna fjölhæfni sinnar. WOW! Shohei Ohtani will be deferring $68M per year during his 10-year contract with the Dodgers, allowing the team to keep spending, per @FabianArdaya He will get paid $68M per year from 2034-2043 pic.twitter.com/m7oi57qmqc— FOX Sports: MLB (@MLBONFOX) December 11, 2023 Ohtani mun fá sjö hundruð milljónir dollara borgaða fyrir tíu tímabil með Dodgers en það eru 98 milljarðar króna. Þetta er algjör metsamningur í bandarískum atvinnumannaíþróttum en það er ekki það eina sem er sérstakt við hann. Það er þekkt að sumir leikmenn hafa fórnað peningum í samningum sínum til að auðvelda liði sínu að semja við betri leikmenn. Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar, skildi þannig stórar upphæðir eftir á borðinu, en vann í staðinn marga titla með New England Patriots liðinu. Ohtani og Dodgers bjóða upp á nýja útgáfu af slíkum samningi en þó með þeirri undantekningu að Ohtani fær allar sínar milljónir á endanum. Laun Ohtani verða tvær milljónir dollara á ári næstu tíu árin, 282 milljónir króna, sem er svo sem alls ekki slæmt. Þá verður hann þó aðeins búinn að fá borgaða 20 af 700 milljónum samningsins. Hann fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034. Hann mun í staðinn fá 68 milljónir dollara á ári frá 2034 til 2043 eða meira en 9,5 milljarða króna á hverju ári. Árið 2034 verður Ohtani fertugur og hann verður 49 ára gamall þegar síðasti launagreiðslan fer inn á reikning hans. Los Angeles Dodgers mun því hafa meira pláss undir launaþakinu til að semja við öfluga leikmenn til að spila með Ohtani á næstu árum. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Hafnabolti Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Ohtani er frábær leikmaður og hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður MLB-deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann þykir einn sá besti í sögunni og hefur verið líkt við Babe Ruth vegna fjölhæfni sinnar. WOW! Shohei Ohtani will be deferring $68M per year during his 10-year contract with the Dodgers, allowing the team to keep spending, per @FabianArdaya He will get paid $68M per year from 2034-2043 pic.twitter.com/m7oi57qmqc— FOX Sports: MLB (@MLBONFOX) December 11, 2023 Ohtani mun fá sjö hundruð milljónir dollara borgaða fyrir tíu tímabil með Dodgers en það eru 98 milljarðar króna. Þetta er algjör metsamningur í bandarískum atvinnumannaíþróttum en það er ekki það eina sem er sérstakt við hann. Það er þekkt að sumir leikmenn hafa fórnað peningum í samningum sínum til að auðvelda liði sínu að semja við betri leikmenn. Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar, skildi þannig stórar upphæðir eftir á borðinu, en vann í staðinn marga titla með New England Patriots liðinu. Ohtani og Dodgers bjóða upp á nýja útgáfu af slíkum samningi en þó með þeirri undantekningu að Ohtani fær allar sínar milljónir á endanum. Laun Ohtani verða tvær milljónir dollara á ári næstu tíu árin, 282 milljónir króna, sem er svo sem alls ekki slæmt. Þá verður hann þó aðeins búinn að fá borgaða 20 af 700 milljónum samningsins. Hann fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034. Hann mun í staðinn fá 68 milljónir dollara á ári frá 2034 til 2043 eða meira en 9,5 milljarða króna á hverju ári. Árið 2034 verður Ohtani fertugur og hann verður 49 ára gamall þegar síðasti launagreiðslan fer inn á reikning hans. Los Angeles Dodgers mun því hafa meira pláss undir launaþakinu til að semja við öfluga leikmenn til að spila með Ohtani á næstu árum. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Hafnabolti Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira