atNorth mun opna tíunda gagnaver sitt í Finnlandi 2025 Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 10:49 Fyrirtækið atNorth rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum, þar af þrjú á Íslandi. Fram undan er svo opnun nýrra gagnavera í Helsinki í Finnlandi og svo í Danmörku á þriðja og fjórða ársfjórðungi 2024, auk þess sem tíunda gagnaverið í Kouvola í Finnlandi verður tekið í notkun 2025. atNorth Félagið atNorth mun opna nýtt gagnaver í finnsku borginni Kouvola á seinni helmingi árs 2025. Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth. Finnland Orkumál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth.
Finnland Orkumál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira