Þetta segir í tilkynningu um kynningu á tillögum starfshópsins, sem haldin verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu klukkan 15:30 í dag. Fylgjast má með kynningunni í beinni útsendingu hér að neðan:
Starfshópinn skipuðu þau Hilmar Gunnlaugsson, formaður hópsins, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi Alþingismaður.
Starfshópurinn skilaði af sér stöðuskýrslu í apríl síðastliðnum, þar sem dregin voru saman helstu álitaefni sem komið höfðu upp við vinnu hópsins auk þess sem settir voru fram ýmsir valkostir um hvaða leiðir væru færar til að leysa úr þeim. Í framhaldinu voru haldnir opnir kynningarfundir um allt land þar sem starfshópurinn, ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sátu fyrir svörum um málefni vindorkunnar.
Eftir að hafa hlýtt á sjónarmið hagaðila og almennings hefur hópurinn unnið áfram að málinu með það að markmiði að leggja til tilteknar breytingar á lagaramma um vindorku til að ná framangreindum markmiðum, sem kynntar verða á fundinum.