„Mjög frelsandi að losna undan sjálfri mér stundum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. desember 2023 11:30 Leik-og söngkonan Snæfríður Ingvars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Leikkonan og tónlistarkonan Snæfríður Ingvarsdóttir elskar að klæða sig upp og hefur gaman að því að sjá hvernig tískan endurspeglar manneskjurnar í öllum margbreytileika þeirra. Snæfríður er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Snæfríður Ingvars hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar.Saga Sig Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast hvernig tískan tjáir samtíma okkar og er einskonar spegill á hann. Mér finnst gaman hvernig allir hafa frelsi til að tjá sig ólíkt með klæðaburði og hvernig tískan endurspeglar okkur sem manneskjur í öllum okkar margbreytileika. Það er líka mikil sköpunargleði í tískunni. Við getum haft áhrif á fólk í kringum okkur með henni, veitt innblástur og glatt fólk með því hvernig við klæðum okkur. Þetta er eins konar samtal sem er ótúlega gaman að taka þátt í. Snæfríður lýsir tískunni sem eins konar samtali sem gaman er að taka þátt í. Hér er hún á tískusýningu Hildar Yeoman í Höfuðstöðinni. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Núna er það bleika Charlotte Simone kápan mín af því að hún nýjust og er yndislega falleg. Ég held líka mikið upp á Comme Des Garçons rósótta jakkann minn. Hann er svo skemmtilegur í sniðinu og er algjört listaverk. Þegar maður á vandaða og flotta hönnun þá fær maður ekki leið á flíkinni þótt hún sé gömul. Flíkin stendur sterk og fylgir ekki einhverjum ákveðnum tískustraumum. Ég dreg jakkann upp aftur og aftur og nota mikið. Snæfríður elskar góðar yfirhafnir sem eru jafnframt tímalausar og standa sterkar.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Í rauninni ekki, því ég er alltaf á síðustu stundu. Ég spái meira í því ef það er eitthvað sérstakt tilefni. Þá finnst mér gaman að eyða tíma í að hugsa um það og undirbúa klæðaburðinn með fyrirvara. Snæfríður segist gjarnan vera á síðustu stundu en gefur sér meiri tíma í að hafa sig til fyrir ákveðin tilefni. Elísabet Blöndal Nýturðu þess alltaf að klæða þig upp? Já, ég elska að klæða mig upp og hef mikla ánægju af því. En mér finnst líka mjög frelsandi að losna undan sjálfri mér stundum. Mér finnst ekkert betra en að klæðast búningi karakters sem ég er að leika, setja mig í spor hans og fá frí frá sjálfri mér á meðan. Snæfríði finnst gott að losna undan sjálfri sér stundum og fá að klæða sig upp sem karakter sem hún leikur.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa stílnum mínum sem kvenlegum, lífsglöðum, litríkum, rómantískum og ævintýragjörnum. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég held ég sé bara farin að sitja betur í sjálfri mér. Ég veit meira hver ég er og hvað ég fíla. Áður fyrr lenti ég stundum í því að klæðast einhverju og líða síðan ekki nógu vel í því en það gerist mjög sjaldan í dag. Ég reyni einnig að kaupa færra og vandaðra í dag en ég gerði áður fyrr. Snæfríður segist sitja betur í sjálfri sér í dag.Dóra Dúna Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur í tískuna aðallega í gegnum áhugavert fólk í kringum mig, listamenn og fólk sem ég lít upp til. Ég finn líka innblástur í kvikmyndum, tískublöðum og á veraldarvefnum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Í rauninni ekki. Mér finnst allt mega ef maður tengir við það og líður vel í því. Snæfríður lifir ekki eftir boðum og bönnum í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það sem mér dettur í hug er kjóllinn sem ég klæddist á frumsýningu kvikmyndarinnar Ölmu sem ég fór með aðalhlutverkið í. Sól Hansdóttir hannaði flíkina en hún er mögnuð listakona. Kjóllinn eftir Sól Hansdóttur.Aðsend Hönnuðurinn Sól Hansdóttir var viðmælandi í Vísisþáttunum Kúnst en hægt er að horfa á hann hér: Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að vera maður sjálfur, þora að taka áhættu og hafa gaman af! Snæfríður mælir með því að þora að taka áhættu í tískunni. Aðsend Hér má fylgjast með Snæfríði Ingvars á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Vil ekki vera eins og allir aðrir“ Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali. 9. desember 2023 11:30 „Bestu hugmyndirnar koma þegar það eru engar reglur“ Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir elskar að prófa nýja hluti í tískunni og er dugleg að versla notuð föt. Hún heldur mikið upp á gömul upphá stígvél frá móður sinni og fær innblásturinn alls staðar að. Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. desember 2023 11:30 Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. 25. nóvember 2023 11:30 Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31 „Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. nóvember 2023 11:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Snæfríður Ingvars hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar.Saga Sig Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast hvernig tískan tjáir samtíma okkar og er einskonar spegill á hann. Mér finnst gaman hvernig allir hafa frelsi til að tjá sig ólíkt með klæðaburði og hvernig tískan endurspeglar okkur sem manneskjur í öllum okkar margbreytileika. Það er líka mikil sköpunargleði í tískunni. Við getum haft áhrif á fólk í kringum okkur með henni, veitt innblástur og glatt fólk með því hvernig við klæðum okkur. Þetta er eins konar samtal sem er ótúlega gaman að taka þátt í. Snæfríður lýsir tískunni sem eins konar samtali sem gaman er að taka þátt í. Hér er hún á tískusýningu Hildar Yeoman í Höfuðstöðinni. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Núna er það bleika Charlotte Simone kápan mín af því að hún nýjust og er yndislega falleg. Ég held líka mikið upp á Comme Des Garçons rósótta jakkann minn. Hann er svo skemmtilegur í sniðinu og er algjört listaverk. Þegar maður á vandaða og flotta hönnun þá fær maður ekki leið á flíkinni þótt hún sé gömul. Flíkin stendur sterk og fylgir ekki einhverjum ákveðnum tískustraumum. Ég dreg jakkann upp aftur og aftur og nota mikið. Snæfríður elskar góðar yfirhafnir sem eru jafnframt tímalausar og standa sterkar.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Í rauninni ekki, því ég er alltaf á síðustu stundu. Ég spái meira í því ef það er eitthvað sérstakt tilefni. Þá finnst mér gaman að eyða tíma í að hugsa um það og undirbúa klæðaburðinn með fyrirvara. Snæfríður segist gjarnan vera á síðustu stundu en gefur sér meiri tíma í að hafa sig til fyrir ákveðin tilefni. Elísabet Blöndal Nýturðu þess alltaf að klæða þig upp? Já, ég elska að klæða mig upp og hef mikla ánægju af því. En mér finnst líka mjög frelsandi að losna undan sjálfri mér stundum. Mér finnst ekkert betra en að klæðast búningi karakters sem ég er að leika, setja mig í spor hans og fá frí frá sjálfri mér á meðan. Snæfríði finnst gott að losna undan sjálfri sér stundum og fá að klæða sig upp sem karakter sem hún leikur.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa stílnum mínum sem kvenlegum, lífsglöðum, litríkum, rómantískum og ævintýragjörnum. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég held ég sé bara farin að sitja betur í sjálfri mér. Ég veit meira hver ég er og hvað ég fíla. Áður fyrr lenti ég stundum í því að klæðast einhverju og líða síðan ekki nógu vel í því en það gerist mjög sjaldan í dag. Ég reyni einnig að kaupa færra og vandaðra í dag en ég gerði áður fyrr. Snæfríður segist sitja betur í sjálfri sér í dag.Dóra Dúna Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur í tískuna aðallega í gegnum áhugavert fólk í kringum mig, listamenn og fólk sem ég lít upp til. Ég finn líka innblástur í kvikmyndum, tískublöðum og á veraldarvefnum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Í rauninni ekki. Mér finnst allt mega ef maður tengir við það og líður vel í því. Snæfríður lifir ekki eftir boðum og bönnum í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það sem mér dettur í hug er kjóllinn sem ég klæddist á frumsýningu kvikmyndarinnar Ölmu sem ég fór með aðalhlutverkið í. Sól Hansdóttir hannaði flíkina en hún er mögnuð listakona. Kjóllinn eftir Sól Hansdóttur.Aðsend Hönnuðurinn Sól Hansdóttir var viðmælandi í Vísisþáttunum Kúnst en hægt er að horfa á hann hér: Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að vera maður sjálfur, þora að taka áhættu og hafa gaman af! Snæfríður mælir með því að þora að taka áhættu í tískunni. Aðsend Hér má fylgjast með Snæfríði Ingvars á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Vil ekki vera eins og allir aðrir“ Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali. 9. desember 2023 11:30 „Bestu hugmyndirnar koma þegar það eru engar reglur“ Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir elskar að prófa nýja hluti í tískunni og er dugleg að versla notuð föt. Hún heldur mikið upp á gömul upphá stígvél frá móður sinni og fær innblásturinn alls staðar að. Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. desember 2023 11:30 Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. 25. nóvember 2023 11:30 Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31 „Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. nóvember 2023 11:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Vil ekki vera eins og allir aðrir“ Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali. 9. desember 2023 11:30
„Bestu hugmyndirnar koma þegar það eru engar reglur“ Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir elskar að prófa nýja hluti í tískunni og er dugleg að versla notuð föt. Hún heldur mikið upp á gömul upphá stígvél frá móður sinni og fær innblásturinn alls staðar að. Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. desember 2023 11:30
Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. 25. nóvember 2023 11:30
Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31
„Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. nóvember 2023 11:30