„Þetta snýst bara um skynsemi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 20:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, líkir ástandinu við lélega bíómynd. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. „Til skemmri tíma eru áhrifin veruleg. Á morgun eru sex flugumferðarstjórar að loka landinu í nótt og á morgun. Þetta hefur áhrif á sextíu flugferðir hjá okkur og um það bil 8300 farþega, sem eru flestir að leið að hitta ástvini og fjölskyldu, eða á leið í langþráð frí sem er kannski búið að safna fyrir allt árið. Þetta hefur veruleg á þetta fólk.“ Bogi segir tímasetninguna „hrikalega óheppilega“ rétt fyrir jól og eftir áskoranir á borð við Covid, erfiðleika á Reykjanesbrautinni, og jarðhræringar á Reykjanesskaga. Aðspurður um hver beri ábyrgð á deilunni viðurkennir Bogi að það séu samningsaðilar. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Félag íslenskra flugumferðastjóra krefðist 25 prósenta launahækkunar. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, hafnaði því í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ sagði Arnar Bogi virðist lesa úr þessum ummælum að kröfurnar væru um það bil 25 prósent launahækkun, og segir að kerfið ráði ekki við slíka hækkun. „Þetta er fáránleg staða að vera í núna, eftir allt sem á undan er gengið.“ Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Icelandair Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
„Til skemmri tíma eru áhrifin veruleg. Á morgun eru sex flugumferðarstjórar að loka landinu í nótt og á morgun. Þetta hefur áhrif á sextíu flugferðir hjá okkur og um það bil 8300 farþega, sem eru flestir að leið að hitta ástvini og fjölskyldu, eða á leið í langþráð frí sem er kannski búið að safna fyrir allt árið. Þetta hefur veruleg á þetta fólk.“ Bogi segir tímasetninguna „hrikalega óheppilega“ rétt fyrir jól og eftir áskoranir á borð við Covid, erfiðleika á Reykjanesbrautinni, og jarðhræringar á Reykjanesskaga. Aðspurður um hver beri ábyrgð á deilunni viðurkennir Bogi að það séu samningsaðilar. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Félag íslenskra flugumferðastjóra krefðist 25 prósenta launahækkunar. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, hafnaði því í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ sagði Arnar Bogi virðist lesa úr þessum ummælum að kröfurnar væru um það bil 25 prósent launahækkun, og segir að kerfið ráði ekki við slíka hækkun. „Þetta er fáránleg staða að vera í núna, eftir allt sem á undan er gengið.“
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Icelandair Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira