Ísold Klara valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 06:30 Ísold Klara Felixdóttir var valin Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Íþróttabandalag Reykjavíkur Íþróttabandalag Reykjavíkur verðlaunaði í gær það íþróttafólk í höfuðborginni sem stóð sig best árinu að mati ÍBR auk þess að velja besta íþróttalið Reykjavíkur 2023. Ísold Klara Felixdóttir var valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Ísold átti frábært ár en hán er landsliðskvár í karate, fékk svarta beltið og náði silfur og brons á Smáþjóðamóti Evrópu í ár. Andrea Kolbeinsdóttir er Íþróttakona Reykjavíkur 2023. Andrea átti flott ár en hún gerði sér lítið fyrir og vann öll þau hlaup á árinu sem hún tók þátt í. Meðal þeirra hlaupa sem hún vann voru Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið. Andrea var að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Andrea var ekki eingöngu sigursæl á hlaupabrautinni en hún varð einnig Íslandsmeistari í skíðagöngu í tveimur greinum, 5km göngu með hefðbundinni aðferð og í liðakeppni, en einnig fékk hún tvö silfur í sprettgöngu og 10km göngu með frjálsri aðferð. Haraldur Franklín Magnús er Íþróttakarl Reykjavíkur 2023. Haraldur Franklín átti flott ár en hann lék á þrettán mótum á Áskorendamótaröð Evrópu. Meðal annarra afreka árinu hjá Haraldi má telja upp að hann tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir The Open og komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina. Haraldur endaði í 127. sæti á Áskorendamótaröðinni og vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Íþróttafólkið sem var tilnefnt til Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2023 var eftirtalið: Andrea Kolbeinsdóttir - Frjálsar - ÍR Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsar - ÍR Eygló Fanndal Sturludóttir - Ólympískar lyftingar - Lyftingarfélag Reykjavíkur Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíði - Ármann Ísold Klara Felixdóttir - Karate - Fylkir Birnir Snær Ingason - Fótbolti - Víkingur Guðni Valur Guðnason - Frjálsar - ÍR Haraldur Franklín Magnús - Golf - GR Teitur Árnason - Hestar - Fákur Íþróttalið Reykjavíkur er karlaliðs Víkings í knattspyrnu. Víkingur átti frábært tímabil og er Íslands- og bikarmeistari 2023. Víkings-liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Liðið setti bæði stiga- og markamet efstu deildar karla í knattspyrnu. Auk Víkingsliðsins voru tilnefnd kvennalið Víkings í knattspyrnu, kvennalið Vals í knattspyrnu og karlalið SR í íshokkí. Karate Frjálsar íþróttir Golf Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sjá meira
Ísold Klara Felixdóttir var valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Ísold átti frábært ár en hán er landsliðskvár í karate, fékk svarta beltið og náði silfur og brons á Smáþjóðamóti Evrópu í ár. Andrea Kolbeinsdóttir er Íþróttakona Reykjavíkur 2023. Andrea átti flott ár en hún gerði sér lítið fyrir og vann öll þau hlaup á árinu sem hún tók þátt í. Meðal þeirra hlaupa sem hún vann voru Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið. Andrea var að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Andrea var ekki eingöngu sigursæl á hlaupabrautinni en hún varð einnig Íslandsmeistari í skíðagöngu í tveimur greinum, 5km göngu með hefðbundinni aðferð og í liðakeppni, en einnig fékk hún tvö silfur í sprettgöngu og 10km göngu með frjálsri aðferð. Haraldur Franklín Magnús er Íþróttakarl Reykjavíkur 2023. Haraldur Franklín átti flott ár en hann lék á þrettán mótum á Áskorendamótaröð Evrópu. Meðal annarra afreka árinu hjá Haraldi má telja upp að hann tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir The Open og komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina. Haraldur endaði í 127. sæti á Áskorendamótaröðinni og vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Íþróttafólkið sem var tilnefnt til Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2023 var eftirtalið: Andrea Kolbeinsdóttir - Frjálsar - ÍR Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsar - ÍR Eygló Fanndal Sturludóttir - Ólympískar lyftingar - Lyftingarfélag Reykjavíkur Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíði - Ármann Ísold Klara Felixdóttir - Karate - Fylkir Birnir Snær Ingason - Fótbolti - Víkingur Guðni Valur Guðnason - Frjálsar - ÍR Haraldur Franklín Magnús - Golf - GR Teitur Árnason - Hestar - Fákur Íþróttalið Reykjavíkur er karlaliðs Víkings í knattspyrnu. Víkingur átti frábært tímabil og er Íslands- og bikarmeistari 2023. Víkings-liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Liðið setti bæði stiga- og markamet efstu deildar karla í knattspyrnu. Auk Víkingsliðsins voru tilnefnd kvennalið Víkings í knattspyrnu, kvennalið Vals í knattspyrnu og karlalið SR í íshokkí.
Andrea Kolbeinsdóttir - Frjálsar - ÍR Erna Sóley Gunnarsdóttir - Frjálsar - ÍR Eygló Fanndal Sturludóttir - Ólympískar lyftingar - Lyftingarfélag Reykjavíkur Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíði - Ármann Ísold Klara Felixdóttir - Karate - Fylkir Birnir Snær Ingason - Fótbolti - Víkingur Guðni Valur Guðnason - Frjálsar - ÍR Haraldur Franklín Magnús - Golf - GR Teitur Árnason - Hestar - Fákur
Karate Frjálsar íþróttir Golf Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sjá meira