Senda hörðustu prinsessu Íslands í baráttuna um krúnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir var boðið á mótið sem fer fram á Mallorca. Það verður seinna hægt að horfa á heimildarmynd um það sem þar fer fram. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir er fyrir löngu byrjuð að skapa sér nafn í CrossFit heiminum og gott dæmi um það er boð hennar í Crown CrossFit keppnina. Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira