Meniga tilkynnir um 2,2 milljarða fjármögnun Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 11:28 Dheeraj (Raj) Soni er forstjóri Meniga. Aðsend Meniga hefur tilkynnt um 15 milljóna evru fjármögnun, sem samsvarar um 2,2 milljörðum íslenskra króna, í D-fjármögnunarlotu. Þátttakendur í fjármögnungarlotunni voru stórir evrópskir bankar eins og BPCE og Crédito Agrícola, fjárfestingafélagið Omega ehf, ásamt þátttöku margra af núverandi hluthöfum. Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram að heildarfjárfesting í Meniga, sem hefur þróað lausnir á sviði heimilisfjármála, nemi nú 55 milljón evrum til þessa. Ennfremur segir að hluti af fjármögnuninni verði nýttur til að greiða upp núverandi skuldir og verði fyrirtækið nú nánast skuldlaust. „Fjármögnunin verður einnig nýtt til að styðja við nýja vaxtarstefnu Meniga með áherslu á að þróa enn frekar kjarnavörur sem snúa að gagnaauðgun og virðisaukandi persónusniðnum skilaboðum í fjármálaþjónustu. Þar að auki felur ný stefna í sér aukna áherslu á greiðslulausnir fyrir banka sem byggja á hinu ört vaxandi opna bankakerfi,“ segir í tilkynningunni. Um Meniga segir að það sé leiðandi fyrirtæki þegar komi stafrænum bankalausnum á alþjóðamarkaði þar sem yfir 100 milljón viðskiptavinir banka hafi aðgang að vörum fyrirtækisins í fleiri en þrjátíu löndum í Evrópu, Norður-Ameríku, Miðausturlöndum og Asíu. „Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru margir áhrifamestu bankar á þessum svæðum eins og UOB, UniCredit, Groupe BPCE, Credíto Agrícola, Swedbank og Commercial Bank of Dubai. Ný stefna Meniga, sem var mörkuð í kjölfarið af innkomu nýs framkvæmdastjóra, Raj Soni, sumarið 2023, leggur upp með einföldun á vöruframboði fyrirtækisins, útvíkkun viðskiptavina þvert á fjármálastarfsemi en ekki bundin við banka og sókn á ný tækifæri á vaxandi mörkuðum í Miðausturlöndum, Suður-Ameríku og Asíu. Þá er stefnt að opnun nýrra rekstrareininga með áherslu á vöxt og þjónustu við viðskiptavini í framhaldi af innleiðingu á vörum Meniga,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram að heildarfjárfesting í Meniga, sem hefur þróað lausnir á sviði heimilisfjármála, nemi nú 55 milljón evrum til þessa. Ennfremur segir að hluti af fjármögnuninni verði nýttur til að greiða upp núverandi skuldir og verði fyrirtækið nú nánast skuldlaust. „Fjármögnunin verður einnig nýtt til að styðja við nýja vaxtarstefnu Meniga með áherslu á að þróa enn frekar kjarnavörur sem snúa að gagnaauðgun og virðisaukandi persónusniðnum skilaboðum í fjármálaþjónustu. Þar að auki felur ný stefna í sér aukna áherslu á greiðslulausnir fyrir banka sem byggja á hinu ört vaxandi opna bankakerfi,“ segir í tilkynningunni. Um Meniga segir að það sé leiðandi fyrirtæki þegar komi stafrænum bankalausnum á alþjóðamarkaði þar sem yfir 100 milljón viðskiptavinir banka hafi aðgang að vörum fyrirtækisins í fleiri en þrjátíu löndum í Evrópu, Norður-Ameríku, Miðausturlöndum og Asíu. „Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru margir áhrifamestu bankar á þessum svæðum eins og UOB, UniCredit, Groupe BPCE, Credíto Agrícola, Swedbank og Commercial Bank of Dubai. Ný stefna Meniga, sem var mörkuð í kjölfarið af innkomu nýs framkvæmdastjóra, Raj Soni, sumarið 2023, leggur upp með einföldun á vöruframboði fyrirtækisins, útvíkkun viðskiptavina þvert á fjármálastarfsemi en ekki bundin við banka og sókn á ný tækifæri á vaxandi mörkuðum í Miðausturlöndum, Suður-Ameríku og Asíu. Þá er stefnt að opnun nýrra rekstrareininga með áherslu á vöxt og þjónustu við viðskiptavini í framhaldi af innleiðingu á vörum Meniga,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira