Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Ingunn ráðin fram­kvæmda­stjóri Auðnu

Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Breytist hratt næstu árin hvaða fyrir­tæki teljast stærst og best

„Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viður­kenna mis­tök”

„Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stjórn­endur ekki að hvetja starfs­fólk til að nýta gervi­greindina enda kynslóðamunur á not­endum

„Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tón­hylur sam­einar reynslu­bolta og þá efni­legustu

Í Árbænum vinna margir af reyndustu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins að því að skapa tónlist í sérstökum tónlistarklasa. Stjórnarformaður segir eitt markmiðanna hafa verið að ólíkt listafólk geti fengið ráð hjá hvoru öðru og skapað eitthvað saman.

Lífið
Fréttamynd

Fram­lengja sam­starf sem hefur komið tugum sprota á lag­girnar

Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Roðsnakk frá 19 ára frum­kvöðli slær í gegn

Ungur frumkvöðull, sem er aðeins 19 ára gamall, segir að það vanti frumkvöðla andann í ungu kynslóðina á Íslandi, en sjálfur er frumkvöðulinn að koma með Roðsnakk á markað, sem hefur nú þegar fengið mjög góðar viðtökur á matarmörkuðum.

Innlent
Fréttamynd

Á­skoranir og tæki­færi alþjóða­við­skipta á óvissutímum

Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni.

Skoðun
Fréttamynd

CRI freistar þess að sækja um sjö milljarða til að styðja við frekari vöxt

Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, vinnur núna að því að afla sér samtals allt að fimmtíu milljónir Bandaríkjadala frá fjárfestum til að styrkja fjárhagsstöðuna og leggja grunn að frekari vexti félagsins. Vegna  markaðsaðstæðna eru áfram seinkanir á metanólverkefnum sem hafa verið í þróun en tekjur CRI drógust nokkuð saman á liðnu ári og rekstrartapið jókst því að sama skapi.

Innherji
Fréttamynd

Helgi fær ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stöðvum það sem gott er

Í nýlegu viðtali í íslenska sjónvarpsþættinum Kastljós lýsti Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, þeirri skoðun að Ísland ætti að einblína á að efla þær atvinnugreinar sem þegar eru rótgrónar eða tengjast beint þeim sem fyrir eru.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Loga Einars­sonar

Kæri Logi,Ég hef satt best að segja nokkrar áhyggjur af stöðu mála í nýsköpunar- og sprotaumhverfinu - þá sérstaklega eftir að tillögur um hagræðingar í ríkisrekstri voru kynntar fyrr í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Nýsköpunarlandið

Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­jón og Ómar Ingi unnu Gulleggið

Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson stóðu uppi sem sigurvegarar í frumkvöðlakeppninni Gullegginu á föstudaginn. Fengu þeir tvær milljónir króna í verðlaun fyrir lausnina SagaReg sem hefur að markmiði að einfalda lyfjaskráningar.

Viðskipti innlent