MLS berst gegn töfum með nýstárlegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 12:00 Það er eins gott fyrir Lionel Messi og leikmenn MLS deildarinnar að drífa sig út af vellinum í skiptingum. Getty/Peter Joneleit MLS-deildin í Bandaríkjunum mun berjast gegn leiktöfum með nýstárlegum hætti því deildin ætlar að taka upp „skotklukku“ í leikjum sínum en ekki þó til að telja niður í næsta skot. Forráðamenn MLS ætla að berjast gegn töfum leikmanna með því að setja tímamörk á bæði skiptingar og hversu lengi menn liggja meiddir í jörðinni. Nýju reglurnar voru samþykktar á eigendafundi deildarinnar. MLS introducing 10-second substitute 'shot clock'Major League Soccer announced it will implement a pair of rule changes designed to limit stoppages in play during the 2024 season.https://t.co/R3Ov2IjYv9— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) December 15, 2023 Á 2024 tímabilinu mega leikmenn ekki liggja lengur en fimmtán sekúndur í jörðinni ef þeir meiðast því annars þurfa þeir af velli í að minnsta kosti tvær mínútur. Þetta gildir þó ekki ef mótherjinn hefur fengið gult eða rautt spjald fyrir brotið. Leikmönnum sem er skipt út af vellinum fá einnig aðeins tíu sekúndur til að yfirgefa völlinn og sérstök „skotklukka“ mun taka tímann á því. Fari þeir fram yfir tímann þá má lið þeirra ekki setja inn á varamann strax. Liðið þarf þá að bíða í minnsta kosti eina mínútu og leikmaðurinn fær ekki að koma inn á völlinn fyrr en að leikurinn stoppar næst eftir að þessi mínúta er liðin. Þessar reglur voru reyndar í MLS Next Pro deildinni sem er þróunardeild MLS deildarinnar. Með þeim tókst að minnka uppbótartímann að meðaltali úr sex mínútum niður í 1,22 mínútur. Skiptingarnar gengu líka mun hraðar en aðeins tíu varamenn brutu fyrrnefnda tíu sekúndna reglu. Það er ljóst að þær höfðu mjög góð áhrif í baráttunni við óþarfa tafir. MLS 2024 Rule Changes:-If an injured player remains on the ground for 15+ secs, they will have to remain off the field for 2 minutes-Substitutes must exit the field within 10 seconds-Referees will make in-stadium announcements for VAR decisions-Stadium clocks run past 90 pic.twitter.com/4UCklG4tu6— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) December 15, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Forráðamenn MLS ætla að berjast gegn töfum leikmanna með því að setja tímamörk á bæði skiptingar og hversu lengi menn liggja meiddir í jörðinni. Nýju reglurnar voru samþykktar á eigendafundi deildarinnar. MLS introducing 10-second substitute 'shot clock'Major League Soccer announced it will implement a pair of rule changes designed to limit stoppages in play during the 2024 season.https://t.co/R3Ov2IjYv9— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) December 15, 2023 Á 2024 tímabilinu mega leikmenn ekki liggja lengur en fimmtán sekúndur í jörðinni ef þeir meiðast því annars þurfa þeir af velli í að minnsta kosti tvær mínútur. Þetta gildir þó ekki ef mótherjinn hefur fengið gult eða rautt spjald fyrir brotið. Leikmönnum sem er skipt út af vellinum fá einnig aðeins tíu sekúndur til að yfirgefa völlinn og sérstök „skotklukka“ mun taka tímann á því. Fari þeir fram yfir tímann þá má lið þeirra ekki setja inn á varamann strax. Liðið þarf þá að bíða í minnsta kosti eina mínútu og leikmaðurinn fær ekki að koma inn á völlinn fyrr en að leikurinn stoppar næst eftir að þessi mínúta er liðin. Þessar reglur voru reyndar í MLS Next Pro deildinni sem er þróunardeild MLS deildarinnar. Með þeim tókst að minnka uppbótartímann að meðaltali úr sex mínútum niður í 1,22 mínútur. Skiptingarnar gengu líka mun hraðar en aðeins tíu varamenn brutu fyrrnefnda tíu sekúndna reglu. Það er ljóst að þær höfðu mjög góð áhrif í baráttunni við óþarfa tafir. MLS 2024 Rule Changes:-If an injured player remains on the ground for 15+ secs, they will have to remain off the field for 2 minutes-Substitutes must exit the field within 10 seconds-Referees will make in-stadium announcements for VAR decisions-Stadium clocks run past 90 pic.twitter.com/4UCklG4tu6— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) December 15, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira