„Jújú, þeir eru bara með gott lið og náðu bara góðu rönni. Þetta gamla góða, við vorum aðeins farnir að hika og þeir gengu á lagið“
Þór Þ. settu 60 stig í fyrri hálfleik, 23 stig í þriðja leikhluta en síðustu fimm mínútur leiksins reyndust þeim erfiðar.
„Bara eins og gerist stundum. Menn fara aðeins að hika og sjá kannski ekki auðveldu leiðirnar. Við vorum nátturlega mikið að leita af póstinum og svo náðu þeir svona kannski aðeins að loka á það. Menn voru svo kannski með galopna leið að körfunni en hikuðu og þá eru fjórar sekúndur eftir af skotklukkunni og þá gengu Keflavík á lagið.“
„Þeir spila svolítið þannig vörn. Láta þig gera mistök en ef þú bara ákveður að drive-a á þá að þá er þeirra taktík að brjóta aldrei á þér þannig farðu bara á körfuna og þú færð alltaf lay-up.“
Í fyrri hálfleik voru gestirnir að skjóta um 60% úr þristum og stór skot að detta frá mörgum mönnum.
„Mér fannst við vera að hitta vel í fyrri hálfleik og svo fannst mér við skora bara aðeins fjölbreyttari körfur í seinni. Fórum að skora meira af póstinum og vorum líka að fá aðeins úr hraðaupphlaupum og svona og þá leið mér vel. Manni líður ekkert rosalega vel þegar þú ert yfir og ert bara að hitta úr þriggja. “
Þessi sigur var gríðarlega mikilvægur fyrir gestina. Síðasti leikur fyrir jól og því kærkomin jólagjöf.
„Já bara mjög gott. Ég er að fara til Tenerife á sunnudaginn og ég ætla að njóta þess að vera á Tene.“