Gular viðvaranir í boði flugumferðarstjóra Bogi Nils Bogason skrifar 16. desember 2023 22:01 Nú eru rúmlega tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í 18 mánuði vegna Covid faraldursins. Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. En það er krefjandi að reka flugfélög hér í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Fyrir um ári síðan, þ.e. 17. desember sl., skall á óveður í nokkra daga sem olli því að Reykjanesbrautin lokaði og í kjölfarið varð truflun á flugumferð. Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin. Við hjá Icelandair höfum svo sannarlega vonað að veðrið verði okkur hliðhollt í kringum þessi jól og áramót. Við viljum fyrst og fremst að farþegar okkar eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni. Þessar aðgerðir bitna þó mest á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Við hjá Icelandair hugsum fyrst og fremst til okkar farþega en það er sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás veldur þeim á tímum þar sem gleði á að ríkja. Í ljósi þess sem gengið hefur á í flugi og ferðaþjónustu hér á Íslandi á undanförnum árum myndi maður ætla að við sem störfum í greininni stæðum saman. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinast nær eingöngu að íslensku flugfélögunum. Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa. Á sama tíma og við horfum upp á þessa grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, erum við Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring eru skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði sem útflutningsgreinarnar hafa efni á. Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja? Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í 18 mánuði vegna Covid faraldursins. Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. En það er krefjandi að reka flugfélög hér í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Fyrir um ári síðan, þ.e. 17. desember sl., skall á óveður í nokkra daga sem olli því að Reykjanesbrautin lokaði og í kjölfarið varð truflun á flugumferð. Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin. Við hjá Icelandair höfum svo sannarlega vonað að veðrið verði okkur hliðhollt í kringum þessi jól og áramót. Við viljum fyrst og fremst að farþegar okkar eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni. Þessar aðgerðir bitna þó mest á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Við hjá Icelandair hugsum fyrst og fremst til okkar farþega en það er sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás veldur þeim á tímum þar sem gleði á að ríkja. Í ljósi þess sem gengið hefur á í flugi og ferðaþjónustu hér á Íslandi á undanförnum árum myndi maður ætla að við sem störfum í greininni stæðum saman. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinast nær eingöngu að íslensku flugfélögunum. Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa. Á sama tíma og við horfum upp á þessa grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, erum við Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring eru skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði sem útflutningsgreinarnar hafa efni á. Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja? Höfundur er forstjóri Icelandair.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar