„Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl“ Árni Sæberg skrifar 17. desember 2023 13:55 Sigurður skilur ekki hvernig Macchiarini gat haldið að plastbarkinn myndi virka. Vísir/AP Lögmaður ekkju manns sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig plastbarka segir málið í raun stórfurðulegt. Ekkjan muni gera hófsama skaðabótakröfu. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan: Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan:
Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13
Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44
Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00