„Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl“ Árni Sæberg skrifar 17. desember 2023 13:55 Sigurður skilur ekki hvernig Macchiarini gat haldið að plastbarkinn myndi virka. Vísir/AP Lögmaður ekkju manns sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig plastbarka segir málið í raun stórfurðulegt. Ekkjan muni gera hófsama skaðabótakröfu. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan: Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan:
Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13
Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44
Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00