Kötturinn Prins var týndur í tólf ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2023 20:30 Prins, sem hefur verið týndur í 12 ár og allir voru búnir að telja hann af en nú var hann að finnast sprelllifandi i Húsafelli eftir að hafa verið á vergangi þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi. Prins dvelur nú í góðu yfirlæti á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík. Hann var reyndar frekar feiminn við að láta mynda sig enda komin í nýjar aðstæður og enn að jafna sig eftir að hafa verið týndur í öll þessi ár. En hver er saga hans? „Hann var upphaflega í eigu frænda míns, hann tók hann að sér sumarið 2010 og tæpu ári seinna sleppur hann út og týnist. Hann leitaði að honum út um allt, hann auglýsti og gekk um hverfið og aldrei fannst Prins og svo fær hann hringingu á mánudaginn þar sem honum er tilkynnt að Prins sé fundinn í Húsafelli eftir að hafa týnst í Hlíðunum í Reykjavík fyrir 12 árum,” segir Ragnheiður Birgisdóttir, umsjónarmaður Prins þessa dagana og eigandi Kattakaffihússins. Ragnheiður segir að vitað sé að Prins hafi verið búin að sniglast í kringum iðnaðarmenn í Húsafelli við byggingaframkvæmdir þar en nú þegar því verki er lokið höfðu mennirnir áhyggjur af því hvað yrði um Prins og fóru því með hann til dýralæknis í Borgarnesi til að láta lesa úr örmerki hans og þá kom í ljós að kötturinn hefur verið skráður týndur í öll þessi ár. Dýralæknirinn lét þá eigandann vita að Prins væri fundinn en sá á býr í Þýskalandi. Prins vill helst bara vera í fanginu á Ragnheiði enda að jafna sig smátt og smátt á atburðarásinni og nýja umhverfinu sína í Kattarkaffihúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúleg saga, alveg ótrúleg saga. Það hefur allavega greinilega einhver verið með hann af því að hann lítur vel út, hann er kelinn, hann er með fallegan felld, þannig að einhvers staðar hefur hann verið,” segir Ragnheiður og bætir við. „Þetta er heldur betur falleg jólagjöf, gæti ekki verið betri jólagjöf fyrir frænda minn að vita að Prins er á lífi eftir öll þessi ár og að hann geti fengið að hitta hann og vonandi verða bara fagnaðarfundir þegar hann kemur til landsins. Ég vildi að Prins gæti sagt okkur hvar hann hafi verið öll þessi á en það getur hann ekki.” Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kettir Borgarbyggð Dýr Gæludýr Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Prins dvelur nú í góðu yfirlæti á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík. Hann var reyndar frekar feiminn við að láta mynda sig enda komin í nýjar aðstæður og enn að jafna sig eftir að hafa verið týndur í öll þessi ár. En hver er saga hans? „Hann var upphaflega í eigu frænda míns, hann tók hann að sér sumarið 2010 og tæpu ári seinna sleppur hann út og týnist. Hann leitaði að honum út um allt, hann auglýsti og gekk um hverfið og aldrei fannst Prins og svo fær hann hringingu á mánudaginn þar sem honum er tilkynnt að Prins sé fundinn í Húsafelli eftir að hafa týnst í Hlíðunum í Reykjavík fyrir 12 árum,” segir Ragnheiður Birgisdóttir, umsjónarmaður Prins þessa dagana og eigandi Kattakaffihússins. Ragnheiður segir að vitað sé að Prins hafi verið búin að sniglast í kringum iðnaðarmenn í Húsafelli við byggingaframkvæmdir þar en nú þegar því verki er lokið höfðu mennirnir áhyggjur af því hvað yrði um Prins og fóru því með hann til dýralæknis í Borgarnesi til að láta lesa úr örmerki hans og þá kom í ljós að kötturinn hefur verið skráður týndur í öll þessi ár. Dýralæknirinn lét þá eigandann vita að Prins væri fundinn en sá á býr í Þýskalandi. Prins vill helst bara vera í fanginu á Ragnheiði enda að jafna sig smátt og smátt á atburðarásinni og nýja umhverfinu sína í Kattarkaffihúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúleg saga, alveg ótrúleg saga. Það hefur allavega greinilega einhver verið með hann af því að hann lítur vel út, hann er kelinn, hann er með fallegan felld, þannig að einhvers staðar hefur hann verið,” segir Ragnheiður og bætir við. „Þetta er heldur betur falleg jólagjöf, gæti ekki verið betri jólagjöf fyrir frænda minn að vita að Prins er á lífi eftir öll þessi ár og að hann geti fengið að hitta hann og vonandi verða bara fagnaðarfundir þegar hann kemur til landsins. Ég vildi að Prins gæti sagt okkur hvar hann hafi verið öll þessi á en það getur hann ekki.” Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kettir Borgarbyggð Dýr Gæludýr Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira