Herjuðu á heimili Kjartans og brutu rúður Aron Guðmundsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Kjartan fagnar markinu fræga gegn Bröndby. Getty Kjartan Henry Finnbogason hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir afar farsælan feril, bæði sem atvinnu- og landsliðsmaður. Það hefur á ýmsu gengið á leikmannaferli Kjartans og í samtali við Val Pál Eiríksson, sagði hann frá óskemmtilegri atburðarás sem tók við eftir að hann hafði eyðilagt titilvonir Bröndby sem leikmaður AC Horsens. Það er kannski eitt atvik, þegar að þú skorar þessi mörk á móti Bröndby og gerir út um titilvonir þeirra á sínum tíma. Það dró dilk á eftir sér. „Já og gerir það enn þann dag í dag þó það sé ekkert eitthvað sem er að stressa mig á. Kaupmannahöfn er náttúrulega skipt í tvennt á milli þessara tveggja liða, FC Kaupmannahafnar og Bröndby. Ég var að spila minn síðasta leik fyrir AC Horsens og fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég myndi koma inn sem varamaður í þessum tiltekna leik gegn Bröndby. Þetta var síðasti heimaleikurinn, algjörlega pakkaður völlur og Bröndby gat tryggt sér titilinn.“ Kjartan kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Staðan var þá 2-0 fyrir Bröndby og útlitið bjart fyrir titilvonir þeirra. Kjartan gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir AC Horsens fyrir leikslok og jafnaði leikinn í stöðuna 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. „Þeir töpuðu titlinum. Það er eitthvað móment sem ég mun aldrei gleyma.“ Svefnlausar nætur Stuðningsmenn Bröndby voru allt annað en sáttir með þessa niðurstöðu. Kjartan Henry og fjölskyldan hans fengu að finna fyrir reiði stuðningsmannanna. „Það voru þarna menn með húðflúr á andlitinu bankandi upp á heima hjá mér og brjótandi rúður. Það var ekkert sérlega skemmtilegt en geggjuð minning eftir á. Það er alltaf gaman að eyðileggja partýið.“ Óprúttnir aðilar herjuðu einnig á heimili fjölskyldunnar eftir leik á meðan að Kjartan Henry var enn á leikstað. „Konan mín var heima með krakkana og við vorum einnig með au-pair hjá okkur á þessum tíma. Við leikmennirnir máttum ekki fara út af leikvanginum þar sem að stuðningsmenn voru að reyna að brjótast inn. Við vorum því læstir inni og ég fæ símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að það væru menn fyrir utan heimilið okkar með læti og bankandi á hurðina. Ég náttúrulega tjúllaðist við þetta, laumaði mér út af leikvanginum og brunaði heim.“ Þá voru umræddir menn á bak og burt og segir Kjartan Henry að tekið hafi við svefnlausar nætur. „Svo fékk maður alls konar morðhótanir en á sama tíma fékk ég blóm og ástarkveðjur frá stuðningsmönnum FC Kaupmannahafnar. Það eru því tvær hliðar á þessu.“ Danski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Það er kannski eitt atvik, þegar að þú skorar þessi mörk á móti Bröndby og gerir út um titilvonir þeirra á sínum tíma. Það dró dilk á eftir sér. „Já og gerir það enn þann dag í dag þó það sé ekkert eitthvað sem er að stressa mig á. Kaupmannahöfn er náttúrulega skipt í tvennt á milli þessara tveggja liða, FC Kaupmannahafnar og Bröndby. Ég var að spila minn síðasta leik fyrir AC Horsens og fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég myndi koma inn sem varamaður í þessum tiltekna leik gegn Bröndby. Þetta var síðasti heimaleikurinn, algjörlega pakkaður völlur og Bröndby gat tryggt sér titilinn.“ Kjartan kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Staðan var þá 2-0 fyrir Bröndby og útlitið bjart fyrir titilvonir þeirra. Kjartan gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir AC Horsens fyrir leikslok og jafnaði leikinn í stöðuna 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. „Þeir töpuðu titlinum. Það er eitthvað móment sem ég mun aldrei gleyma.“ Svefnlausar nætur Stuðningsmenn Bröndby voru allt annað en sáttir með þessa niðurstöðu. Kjartan Henry og fjölskyldan hans fengu að finna fyrir reiði stuðningsmannanna. „Það voru þarna menn með húðflúr á andlitinu bankandi upp á heima hjá mér og brjótandi rúður. Það var ekkert sérlega skemmtilegt en geggjuð minning eftir á. Það er alltaf gaman að eyðileggja partýið.“ Óprúttnir aðilar herjuðu einnig á heimili fjölskyldunnar eftir leik á meðan að Kjartan Henry var enn á leikstað. „Konan mín var heima með krakkana og við vorum einnig með au-pair hjá okkur á þessum tíma. Við leikmennirnir máttum ekki fara út af leikvanginum þar sem að stuðningsmenn voru að reyna að brjótast inn. Við vorum því læstir inni og ég fæ símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að það væru menn fyrir utan heimilið okkar með læti og bankandi á hurðina. Ég náttúrulega tjúllaðist við þetta, laumaði mér út af leikvanginum og brunaði heim.“ Þá voru umræddir menn á bak og burt og segir Kjartan Henry að tekið hafi við svefnlausar nætur. „Svo fékk maður alls konar morðhótanir en á sama tíma fékk ég blóm og ástarkveðjur frá stuðningsmönnum FC Kaupmannahafnar. Það eru því tvær hliðar á þessu.“
Danski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira