Icelandair semur um rekstur flugeldhúss félagsins til tólf ára Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 11:14 Jonathan Stent Torriani, annar forstjóri Newrest, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, innsigla samninginn með handabandi. Aðsend mynd Icelandair hefur gert tólf ára samning við fyrirtækið Newrest Group um rekstur flugeldhúss Icelandair á Keflarvíkurflugvelli. Newrest tekur við rekstrinum 1. febrúar næstkomandi. Flugeldhúsið er eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi en þar eru framleiddar veitingar sem flugfélagið býður upp á í flugi. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að mikil spenna sé fyrir samstarfinu enda hafi Newrest mikla sérþekkingu á rekstri flugeldhúsa. „Þannig getum við aukið gæði og skilvirkni á meðan við einbeitum okkur að því sem við erum best í, að reka flugfélag,“ segir Bogi og að í leit að samstarfsaðila hafi verið mikil áhersla lögð á að sem minnstar breytingar yrðu á starfsmannahópi eldhússins. „Enda býr starfsfólk eldhússins okkar á Keflavíkurflugvelli yfir gríðarlega mikilli reynslu og þekkingu sem mun nýtast nýjum rekstraraðila, og þar með Icelandair, vel til langrar framtíðar,“ segir hann jafnframt. Newrest sé eitt af fremstu fyrirtækjum heims í rekstri flugeldhúsa og þeir séu þú þegar í samstarfi við fjölda alþjóðlegra flugfélaga á borð við SAS, Delta, United Airlines og Air Canada. Starfsfólk Icelandair auk Newrest ánægð með samninginn. Mynd aðsend „Það er mikill heiður að hefja samstarf við Icelandair. Flugfélagið hefur sýnt í verki getu sína til að takast á við fjölda áskorana á undanförnum árum og á sama tíma náð góðum árangri í rekstrinum sem og í þjónustu við farþega,“ er haft eftir forstjórum Newrest þeim Jonathan Stent Torriana og Olivier Sadran. Þeir segja markmiðið að styðja við rekstur og vöxt félagsins auk þess að halda áfram að þróa gott úrval veitinga um borð í vélum Icelandair. „Starfsfólk flugeldhússins býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á veitingaþjónustu í flugvélum og á þörfum viðskiptavina félagsins. Við leggjum því höfuðáherslu á að taka vel á móti hópnum og vitum að teymið er lykillinn að áframhaldandi árangri.“ Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. 14. september 2023 16:10 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. 13. desember 2023 13:10 Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að mikil spenna sé fyrir samstarfinu enda hafi Newrest mikla sérþekkingu á rekstri flugeldhúsa. „Þannig getum við aukið gæði og skilvirkni á meðan við einbeitum okkur að því sem við erum best í, að reka flugfélag,“ segir Bogi og að í leit að samstarfsaðila hafi verið mikil áhersla lögð á að sem minnstar breytingar yrðu á starfsmannahópi eldhússins. „Enda býr starfsfólk eldhússins okkar á Keflavíkurflugvelli yfir gríðarlega mikilli reynslu og þekkingu sem mun nýtast nýjum rekstraraðila, og þar með Icelandair, vel til langrar framtíðar,“ segir hann jafnframt. Newrest sé eitt af fremstu fyrirtækjum heims í rekstri flugeldhúsa og þeir séu þú þegar í samstarfi við fjölda alþjóðlegra flugfélaga á borð við SAS, Delta, United Airlines og Air Canada. Starfsfólk Icelandair auk Newrest ánægð með samninginn. Mynd aðsend „Það er mikill heiður að hefja samstarf við Icelandair. Flugfélagið hefur sýnt í verki getu sína til að takast á við fjölda áskorana á undanförnum árum og á sama tíma náð góðum árangri í rekstrinum sem og í þjónustu við farþega,“ er haft eftir forstjórum Newrest þeim Jonathan Stent Torriana og Olivier Sadran. Þeir segja markmiðið að styðja við rekstur og vöxt félagsins auk þess að halda áfram að þróa gott úrval veitinga um borð í vélum Icelandair. „Starfsfólk flugeldhússins býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á veitingaþjónustu í flugvélum og á þörfum viðskiptavina félagsins. Við leggjum því höfuðáherslu á að taka vel á móti hópnum og vitum að teymið er lykillinn að áframhaldandi árangri.“
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. 14. september 2023 16:10 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. 13. desember 2023 13:10 Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. 14. september 2023 16:10
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47
Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. 13. desember 2023 13:10
Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent