Nýliði í hópi Snorra Steins: Valdi Andra, Einar Þorstein og Þorstein Leó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 11:15 Andri Már Rúnarsson er óvænt í æfingahópi Íslands fyrir EM. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag tuttugu manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem fram fer í næsta mánuði. Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35) EM 2024 í handbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Snorri ætlar að fara með átján leikmenn út á Evrópumeistaramótið og þetta er því æfingahópur. Tveir leikmenn detta því út áður en Snorri velur lokahóp sinn fyrir mótið í janúar. Snorri valdi óvænt nýliða í hópinn því Andri Már Rúnarsson hjá þýska liðinu Leipzig er valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað landsleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn og er í hópnum sem eru frábærar fréttir. Snorri talaði um það á fundinum að Elvar Örn Jónsson sé tæpur, að Magnús Óli Magnússon sé meiddur og Elvar Ásgeirsson gefi ekki kost á sér þar sem að kona hans á von á barni á sama tíma. Hann hafi hrifist af Andra í leikjum hans með unglingalandsliðinu og ákvað að gefa honum tækifæri þrátt fyrir enga reynslu. Erfiðasta ákvörðun Snorra var að fara bara út með tvo markmenn en Ágúst Elí Björgvinsson er ekki í hópnum. Ísland er í erfiðum riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi en fyrsti leikurinn er á móti Serbum. Aðeins tvö lið komast áfram í milliriðilinn. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Austurríki 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri hafði áður valið 35 manna úrtakshóp og það var því vitað að aðeins leikmennirnir á þeim lista kæmu til greina. Snorri getur valið sextán leikmenn til að hafa skýrslu á hverjum leik. Hann má síðan gera tvær breytingar á hópnum fyrir milliriðlana og svo aftur tvær breytingar fyrir leikina um sæti. EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM-hópur Íslands Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) Vinstri skytta: Aron Pálmarsson, FH (168/644) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Línumenn og vörn: Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35)
EM 2024 í handbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira