Sisi vinnur þriðja kjörtímabilið með miklum yfirburðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2023 15:20 Abdel Fattah el-Sisi hefur verið forseti Egyptalands frá 2014. AP/Amr Nabil Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, vann yfirburðasigur í forsetakosningum og tryggði sér þriðja kjörtímabilið. Hann fékk 89,6 prósent atkvæða en mótframbjóðendur Sisi eru lítið sem ekkert þekktir í Egyptalandi. Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu. Egyptaland Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira
Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu.
Egyptaland Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira