„Það var helvítis högg að heyra það“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 22:30 Jón Guðni Fjóluson er að snúa aftur í íslenska boltann. vísir/Sigurjón „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33