Frost í viðræðum flugumferðarstjóra og SA Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2023 19:21 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skorar á samninganefndir flugumferðarstjóra og SA að ganga sem fyrst frá samningum. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu. Sáttasemjari segir að litið sé til þess að gera skammtímasamning. Sigurður Ingi Jóhannsson innanríkisráðherra segist vona að viðsemjendur í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins séu meðvitaðir um ábyrgð þeirra við þær aðstæður sem nú ríki í samfélaginu. Kemur til greina að kalla þing saman fyrir jól til að leggja fram frumvarp um málið? „Það er vissulega margt til hérna í ráðuneytinu. Því miður er það svo að það eru bæði til frumvörp og lög frá gamalli tíð um aðgerðir flugumferðarstjóra,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert frumvarp væri hins vegar í smíðum þessa stundina. Talin var þörf á að skýra heimildir embættis Ríkissáttasemjara eftir átökin ítengslum við síðustu kjarasamninga Eflingar en ekkert varð aðlagabreytingum í þá átt. Sigurður Ingi telur að ríkissáttasemjari ætti að hafa skýrari og ríkari heimildir í kjaraviðræðum en hann hefur nú.Vísir/Vilhelm Er það að koma í bakið á mönnum núna? „Það var alla vega matið að mikilvægt væri að allir aðilar vinnumarkaðarins ísamfloti um þær aðgerðir sem þyrfti að gera. Það er mín skoðun að ríkissáttasemjari þurfi að hafa víðtækari heimildir. Ekkert ósvipað og við þekkjum frá Norðurlöndunum. Löndum sem við gjarnan berum okkur saman við,“ segir innviðaráðherra. Viðræður flugumferðarstjóra væru ekki upphaf þeirra viðræðna sem nú stæðu yfir á almenna vinnumarkaðnum um mögulega samninga til nokkurra ára. Þetta væri lokahnykkurinn í samningalotu sem lauk fyrir og í kringum síðustu áramót „Við erum auðvitað að hefja viðræður um vonandi lengri tíma samninga hér á almennum markaði sem myndi verða fyrirmynd annarra samninga álandinu. Sem myndu skipta miklu máli fyrir framgang lands og þjóðar,“ segir Sigurður Ingi. Næsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra er boðuð á miðvikudag og hafa þeir ekki boðað frekari aðgerðir að þeim loknum. Yrði það dropinn sem fyllti mælinn? „Eins og ég segi, við erum með augun á þessu. Við ætlumst til að þetta fólk semji en við erum með augun á því sem er að gerast.“ Er samstaða inna stjórnarflokkanna þriggja um það eða eru ólík sjónarmið uppi innan stjórnarflokkanna um hvað beri að gera? „Það er samstaða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sáttasemjari ekki haft orð á miðlunartillögu Rætt var við Aldísi Magnúsdóttur, sáttasemjara í deilunni, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir miðlunartillögu enn ekki hafa verið nefnda. Það var ekkert fundað í dag, er ekkert að gerast í deilunni? „Við höfum verið í svona óformlegu samráði við samningsaðila í dag og erum búin að vera að miðla málum. Við erum svona að þreifa fyrir okkur um hvaða möguleikar eru í stöðunni miðað við hvernig staðan á samtalinu er.“ Er það langt í milli aðila að miðlunartillaga hefur verið rædd? „Eins og ég segi, við erum bara að þreifa fyrir okkur, hvaða möguleikar eru í stöðunni, en við höfum ekki haft orð á því allavega enn sem komið er, ekki út á við.“ Rúmlega þrjátíu þúsund farþegar hafa orðið fyrir röskun á sínum flugferðum vegna aðgerða flugumferðarstjóra. Síðasta boðaða aðgerð er næsta miðvikudag. Telurðu einhverjar líkur á að deiluaðilar komi saman á morgun? „Það eru þreifingar í gangi og það er ekkert útilokað að þeir komi saman á morgun, en það er ekki vitað að svo stöddu.“ Aldís segist ekki vilja greina frá því hvaða atriði það eru sem ber á milli deiluaðila. Hvort það séu hreinar og beinar launahækkanir eða aðrir liðir. „Þetta er bara snúin staða eins og við höfum áður lýst.“ Er verið að tala um langtímasamning eða stuttan samning? „Eins og ég segi, þetta er bara erfið staða en þetta hefur verið þessi svipaða lengd á samningi sem hefur verið til umræðu eins og verið hefur hjá öðrum,“ segir Aldís og á þar við skammtímasamninga sem gerðir voru á síðasta ári. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. 18. desember 2023 11:48 Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. 17. desember 2023 13:20 Sáttasemjari frestar fundi um óákveðinn tíma Samninganefndir flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins mættu á boðaðan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. Ekkert varð úr sameiginlegum fundi og á öðrum tímanum í dag ákvað sáttasemjari að fresta fundinum. Nýr fundur í kjaradeilunni hefur ekki verið boðaður. 15. desember 2023 14:47 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innanríkisráðherra segist vona að viðsemjendur í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins séu meðvitaðir um ábyrgð þeirra við þær aðstæður sem nú ríki í samfélaginu. Kemur til greina að kalla þing saman fyrir jól til að leggja fram frumvarp um málið? „Það er vissulega margt til hérna í ráðuneytinu. Því miður er það svo að það eru bæði til frumvörp og lög frá gamalli tíð um aðgerðir flugumferðarstjóra,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert frumvarp væri hins vegar í smíðum þessa stundina. Talin var þörf á að skýra heimildir embættis Ríkissáttasemjara eftir átökin ítengslum við síðustu kjarasamninga Eflingar en ekkert varð aðlagabreytingum í þá átt. Sigurður Ingi telur að ríkissáttasemjari ætti að hafa skýrari og ríkari heimildir í kjaraviðræðum en hann hefur nú.Vísir/Vilhelm Er það að koma í bakið á mönnum núna? „Það var alla vega matið að mikilvægt væri að allir aðilar vinnumarkaðarins ísamfloti um þær aðgerðir sem þyrfti að gera. Það er mín skoðun að ríkissáttasemjari þurfi að hafa víðtækari heimildir. Ekkert ósvipað og við þekkjum frá Norðurlöndunum. Löndum sem við gjarnan berum okkur saman við,“ segir innviðaráðherra. Viðræður flugumferðarstjóra væru ekki upphaf þeirra viðræðna sem nú stæðu yfir á almenna vinnumarkaðnum um mögulega samninga til nokkurra ára. Þetta væri lokahnykkurinn í samningalotu sem lauk fyrir og í kringum síðustu áramót „Við erum auðvitað að hefja viðræður um vonandi lengri tíma samninga hér á almennum markaði sem myndi verða fyrirmynd annarra samninga álandinu. Sem myndu skipta miklu máli fyrir framgang lands og þjóðar,“ segir Sigurður Ingi. Næsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra er boðuð á miðvikudag og hafa þeir ekki boðað frekari aðgerðir að þeim loknum. Yrði það dropinn sem fyllti mælinn? „Eins og ég segi, við erum með augun á þessu. Við ætlumst til að þetta fólk semji en við erum með augun á því sem er að gerast.“ Er samstaða inna stjórnarflokkanna þriggja um það eða eru ólík sjónarmið uppi innan stjórnarflokkanna um hvað beri að gera? „Það er samstaða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sáttasemjari ekki haft orð á miðlunartillögu Rætt var við Aldísi Magnúsdóttur, sáttasemjara í deilunni, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir miðlunartillögu enn ekki hafa verið nefnda. Það var ekkert fundað í dag, er ekkert að gerast í deilunni? „Við höfum verið í svona óformlegu samráði við samningsaðila í dag og erum búin að vera að miðla málum. Við erum svona að þreifa fyrir okkur um hvaða möguleikar eru í stöðunni miðað við hvernig staðan á samtalinu er.“ Er það langt í milli aðila að miðlunartillaga hefur verið rædd? „Eins og ég segi, við erum bara að þreifa fyrir okkur, hvaða möguleikar eru í stöðunni, en við höfum ekki haft orð á því allavega enn sem komið er, ekki út á við.“ Rúmlega þrjátíu þúsund farþegar hafa orðið fyrir röskun á sínum flugferðum vegna aðgerða flugumferðarstjóra. Síðasta boðaða aðgerð er næsta miðvikudag. Telurðu einhverjar líkur á að deiluaðilar komi saman á morgun? „Það eru þreifingar í gangi og það er ekkert útilokað að þeir komi saman á morgun, en það er ekki vitað að svo stöddu.“ Aldís segist ekki vilja greina frá því hvaða atriði það eru sem ber á milli deiluaðila. Hvort það séu hreinar og beinar launahækkanir eða aðrir liðir. „Þetta er bara snúin staða eins og við höfum áður lýst.“ Er verið að tala um langtímasamning eða stuttan samning? „Eins og ég segi, þetta er bara erfið staða en þetta hefur verið þessi svipaða lengd á samningi sem hefur verið til umræðu eins og verið hefur hjá öðrum,“ segir Aldís og á þar við skammtímasamninga sem gerðir voru á síðasta ári.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. 18. desember 2023 11:48 Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. 17. desember 2023 13:20 Sáttasemjari frestar fundi um óákveðinn tíma Samninganefndir flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins mættu á boðaðan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. Ekkert varð úr sameiginlegum fundi og á öðrum tímanum í dag ákvað sáttasemjari að fresta fundinum. Nýr fundur í kjaradeilunni hefur ekki verið boðaður. 15. desember 2023 14:47 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. 18. desember 2023 11:48
Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13
Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. 17. desember 2023 13:20
Sáttasemjari frestar fundi um óákveðinn tíma Samninganefndir flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins mættu á boðaðan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. Ekkert varð úr sameiginlegum fundi og á öðrum tímanum í dag ákvað sáttasemjari að fresta fundinum. Nýr fundur í kjaradeilunni hefur ekki verið boðaður. 15. desember 2023 14:47