Fá milljarð í „jólagjöf“ í baráttuna við gervigrasplastið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 16:01 Það er mikið af plastögnum á gervigrasvöllunum í Noregi. Getty/Ramsey Cardy Norðmenn ætla að gera sitt til að sporna við því að plastagnir frá gervigrasvöllum berist út í náttúruna. Það hefur gengið illa hingað til en nú á að blása vörn í sókn. Norðmenn hafa ótal gervigrasvelli út um allan Noreg enda mikill fótboltáhugi í landinu og veðuraðstæður í landinu kalla líka á slíka velli. Þetta hefur hins vegar haft í för með sér mikla plastmengun enda litlar plastagnir á völlunum sem síðan berast út í náttúruna. Talið er að fimmtán hundruð tonn af gervigrasplasti hafi endað út í náttúrunni í Noregi. Norðmenn eru nú tilbúnir að eyða stórum fjárhæðum í baráttuna. Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, fagnar því að umhverfissjóður Norðmanna ætlar að veita áttatíu milljónum norskra króna í baráttuna við plastagnirnar en það er milljarður í íslenskum krónum. NRK segir frá. Peningurinn fer í það að byggja upp varnir á völlunum sem eiga að halda plastögnunum á völlunum. Áhugasöm félög geta sótt um styrk frá og með 1. mars næstkomandi. „Þetta er stórt umhverfisvandamál sem við verðum að leysa en við þurfum hjálp til að leysa það. Þess vegna erum við mjög þakklát umhverfissjóðnum fyrir að leggja til áttatíu milljónir norskra króna sem er ótrúleg jólagjöf til norska fótboltans og allra norsku fótboltafélaganna,“ sagði Lise Klaveness við TV2. Peningurinn kemur frá því að Norðmenn hækkuðu nýverið skatt sinn á plastpoka í landinu. Norska fótboltasambandið hafði þegar fengið 5,5 milljónir norskra króna frá norska ríkinu í baráttuna við að leysa vandamál sín með gervigrasvellina. Íslenskir foreldra fótboltabarna þekkja það örugglega vel að fá þessar plastagnir heim með krökkunum af fótboltaæfingum. Það er því líklegt að mikið af gervigrasplasti endi einnig út í náttúrunni á Íslandi. Norski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Norðmenn hafa ótal gervigrasvelli út um allan Noreg enda mikill fótboltáhugi í landinu og veðuraðstæður í landinu kalla líka á slíka velli. Þetta hefur hins vegar haft í för með sér mikla plastmengun enda litlar plastagnir á völlunum sem síðan berast út í náttúruna. Talið er að fimmtán hundruð tonn af gervigrasplasti hafi endað út í náttúrunni í Noregi. Norðmenn eru nú tilbúnir að eyða stórum fjárhæðum í baráttuna. Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, fagnar því að umhverfissjóður Norðmanna ætlar að veita áttatíu milljónum norskra króna í baráttuna við plastagnirnar en það er milljarður í íslenskum krónum. NRK segir frá. Peningurinn fer í það að byggja upp varnir á völlunum sem eiga að halda plastögnunum á völlunum. Áhugasöm félög geta sótt um styrk frá og með 1. mars næstkomandi. „Þetta er stórt umhverfisvandamál sem við verðum að leysa en við þurfum hjálp til að leysa það. Þess vegna erum við mjög þakklát umhverfissjóðnum fyrir að leggja til áttatíu milljónir norskra króna sem er ótrúleg jólagjöf til norska fótboltans og allra norsku fótboltafélaganna,“ sagði Lise Klaveness við TV2. Peningurinn kemur frá því að Norðmenn hækkuðu nýverið skatt sinn á plastpoka í landinu. Norska fótboltasambandið hafði þegar fengið 5,5 milljónir norskra króna frá norska ríkinu í baráttuna við að leysa vandamál sín með gervigrasvellina. Íslenskir foreldra fótboltabarna þekkja það örugglega vel að fá þessar plastagnir heim með krökkunum af fótboltaæfingum. Það er því líklegt að mikið af gervigrasplasti endi einnig út í náttúrunni á Íslandi.
Norski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira