Fá milljarð í „jólagjöf“ í baráttuna við gervigrasplastið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 16:01 Það er mikið af plastögnum á gervigrasvöllunum í Noregi. Getty/Ramsey Cardy Norðmenn ætla að gera sitt til að sporna við því að plastagnir frá gervigrasvöllum berist út í náttúruna. Það hefur gengið illa hingað til en nú á að blása vörn í sókn. Norðmenn hafa ótal gervigrasvelli út um allan Noreg enda mikill fótboltáhugi í landinu og veðuraðstæður í landinu kalla líka á slíka velli. Þetta hefur hins vegar haft í för með sér mikla plastmengun enda litlar plastagnir á völlunum sem síðan berast út í náttúruna. Talið er að fimmtán hundruð tonn af gervigrasplasti hafi endað út í náttúrunni í Noregi. Norðmenn eru nú tilbúnir að eyða stórum fjárhæðum í baráttuna. Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, fagnar því að umhverfissjóður Norðmanna ætlar að veita áttatíu milljónum norskra króna í baráttuna við plastagnirnar en það er milljarður í íslenskum krónum. NRK segir frá. Peningurinn fer í það að byggja upp varnir á völlunum sem eiga að halda plastögnunum á völlunum. Áhugasöm félög geta sótt um styrk frá og með 1. mars næstkomandi. „Þetta er stórt umhverfisvandamál sem við verðum að leysa en við þurfum hjálp til að leysa það. Þess vegna erum við mjög þakklát umhverfissjóðnum fyrir að leggja til áttatíu milljónir norskra króna sem er ótrúleg jólagjöf til norska fótboltans og allra norsku fótboltafélaganna,“ sagði Lise Klaveness við TV2. Peningurinn kemur frá því að Norðmenn hækkuðu nýverið skatt sinn á plastpoka í landinu. Norska fótboltasambandið hafði þegar fengið 5,5 milljónir norskra króna frá norska ríkinu í baráttuna við að leysa vandamál sín með gervigrasvellina. Íslenskir foreldra fótboltabarna þekkja það örugglega vel að fá þessar plastagnir heim með krökkunum af fótboltaæfingum. Það er því líklegt að mikið af gervigrasplasti endi einnig út í náttúrunni á Íslandi. Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Norðmenn hafa ótal gervigrasvelli út um allan Noreg enda mikill fótboltáhugi í landinu og veðuraðstæður í landinu kalla líka á slíka velli. Þetta hefur hins vegar haft í för með sér mikla plastmengun enda litlar plastagnir á völlunum sem síðan berast út í náttúruna. Talið er að fimmtán hundruð tonn af gervigrasplasti hafi endað út í náttúrunni í Noregi. Norðmenn eru nú tilbúnir að eyða stórum fjárhæðum í baráttuna. Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, fagnar því að umhverfissjóður Norðmanna ætlar að veita áttatíu milljónum norskra króna í baráttuna við plastagnirnar en það er milljarður í íslenskum krónum. NRK segir frá. Peningurinn fer í það að byggja upp varnir á völlunum sem eiga að halda plastögnunum á völlunum. Áhugasöm félög geta sótt um styrk frá og með 1. mars næstkomandi. „Þetta er stórt umhverfisvandamál sem við verðum að leysa en við þurfum hjálp til að leysa það. Þess vegna erum við mjög þakklát umhverfissjóðnum fyrir að leggja til áttatíu milljónir norskra króna sem er ótrúleg jólagjöf til norska fótboltans og allra norsku fótboltafélaganna,“ sagði Lise Klaveness við TV2. Peningurinn kemur frá því að Norðmenn hækkuðu nýverið skatt sinn á plastpoka í landinu. Norska fótboltasambandið hafði þegar fengið 5,5 milljónir norskra króna frá norska ríkinu í baráttuna við að leysa vandamál sín með gervigrasvellina. Íslenskir foreldra fótboltabarna þekkja það örugglega vel að fá þessar plastagnir heim með krökkunum af fótboltaæfingum. Það er því líklegt að mikið af gervigrasplasti endi einnig út í náttúrunni á Íslandi.
Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira