Bannað að kjósa Albert Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 12:50 Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins. Getty/Simone Arveda Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. Frá þessu er greint á vef 433.is þar sem vísað er í svar frá KSÍ við því af hverju Albert komi ekki til greina í kjörinu í ár. Í því segir að sömu reglur gildi varðandi val á knattspyrnumanni ársins eins og við val á leikmönnum í landsliðið, þar sem þeir sem liggi undir grun um lögbrot komi ekki til greina. Ljóst er að ef aðeins væri horft til afreka á fótboltavellinum kæmi Albert til greina að þessu sinni, eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Genoa upp úr ítölsku B-deildinni í vor og svo farið á kostum í ítölsku A-deildinni, einni af bestu deildum Evrópu, í haust. Þar hefur hann meðal annars skorað sex mörk í 14 leikjum. Albert lék hins vegar aðeins fyrri hluta árs með íslenska landsliðinu því hann hefur ekki komið til greina í landsliðið frá því í ágúst, þegar fram kom að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu í ágúst. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að mál Alberts væri komið á borð héraðssaksóknara, að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embætti héraðssaksóknara tekur svo ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla. Á vef 433.is er birtur atkvæðaseðillinn sem kjósendur valdir af KSÍ nota í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Tíu leikmenn koma til greina en þeir eru, í stafrófsröð: Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) Birnir Snær Ingason (Víkingi) Guðlaugur Victor Pálsson (Eupen) Hákon Arnar Haraldsson (Lille) Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg) Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven) Orri Steinn Óskarsson (FC Kaupmannahöfn) Willum Þór Willumsson (Go Ahead Eagles) Á vef KSÍ segir að fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, komi að kjörinu hverju sinni. Þess ber að geta að einnig er kosið sérstaklega um knattspyrnukonu ársins. Í fyrra urðu þau Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir fyrir valinu. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Frá þessu er greint á vef 433.is þar sem vísað er í svar frá KSÍ við því af hverju Albert komi ekki til greina í kjörinu í ár. Í því segir að sömu reglur gildi varðandi val á knattspyrnumanni ársins eins og við val á leikmönnum í landsliðið, þar sem þeir sem liggi undir grun um lögbrot komi ekki til greina. Ljóst er að ef aðeins væri horft til afreka á fótboltavellinum kæmi Albert til greina að þessu sinni, eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Genoa upp úr ítölsku B-deildinni í vor og svo farið á kostum í ítölsku A-deildinni, einni af bestu deildum Evrópu, í haust. Þar hefur hann meðal annars skorað sex mörk í 14 leikjum. Albert lék hins vegar aðeins fyrri hluta árs með íslenska landsliðinu því hann hefur ekki komið til greina í landsliðið frá því í ágúst, þegar fram kom að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu í ágúst. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að mál Alberts væri komið á borð héraðssaksóknara, að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embætti héraðssaksóknara tekur svo ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla. Á vef 433.is er birtur atkvæðaseðillinn sem kjósendur valdir af KSÍ nota í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Tíu leikmenn koma til greina en þeir eru, í stafrófsröð: Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) Birnir Snær Ingason (Víkingi) Guðlaugur Victor Pálsson (Eupen) Hákon Arnar Haraldsson (Lille) Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg) Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven) Orri Steinn Óskarsson (FC Kaupmannahöfn) Willum Þór Willumsson (Go Ahead Eagles) Á vef KSÍ segir að fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, komi að kjörinu hverju sinni. Þess ber að geta að einnig er kosið sérstaklega um knattspyrnukonu ársins. Í fyrra urðu þau Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir fyrir valinu.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira