Valur felur Friðrik Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 11:04 Fyrir framan hnullunginn stóð áður stytta af séra Friðriki. Hún hefur nú verið fjarlægð. Vísir/Vilhelm Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. „Eftir þónokkra umræðu og vinnu innan Knattspyrnufélagsins Vals undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins. Ljóst er á samtölum okkar og umfjöllun aðalstjórnar um þetta erfiða mál að séra Friðrik fór yfir velsæmismörk gagnvart drengjum og áreitti þá kynferðislega,“ segir í tilkynningunni. Þar er því haldið fram að innan Vals sé ekki vitað nein dæmi um að brot Friðriks, sem lést árið 1961, tengist félaginu. „Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti,“ segir í tilkynningu Harðar. „Félagið stendur með þeim aðilum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.“ Stytta Vals önnur í röðinni Styttan af séra Friðriki á lóð Vals verður ekki sú fyrsta sem verður fjarlægð eftir að frásagnir af kynferðislegri áreitni hans í garð drengja urðu áberandi í opinberri umræðu. Í nóvember samþykkti borgarráð Reykjavíkur tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta af honum í Lækjargötu yrði tekin niður og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Umræðan um brot Friðriks hófst fyrir tilstilli bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon. Stjórn KFUM og KFUK, samtaka sem Friðrik stofnaði, sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem að segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi áreitt pilta kynferðislega Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Valur Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Eftir þónokkra umræðu og vinnu innan Knattspyrnufélagsins Vals undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins. Ljóst er á samtölum okkar og umfjöllun aðalstjórnar um þetta erfiða mál að séra Friðrik fór yfir velsæmismörk gagnvart drengjum og áreitti þá kynferðislega,“ segir í tilkynningunni. Þar er því haldið fram að innan Vals sé ekki vitað nein dæmi um að brot Friðriks, sem lést árið 1961, tengist félaginu. „Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti,“ segir í tilkynningu Harðar. „Félagið stendur með þeim aðilum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.“ Stytta Vals önnur í röðinni Styttan af séra Friðriki á lóð Vals verður ekki sú fyrsta sem verður fjarlægð eftir að frásagnir af kynferðislegri áreitni hans í garð drengja urðu áberandi í opinberri umræðu. Í nóvember samþykkti borgarráð Reykjavíkur tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta af honum í Lækjargötu yrði tekin niður og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Umræðan um brot Friðriks hófst fyrir tilstilli bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon. Stjórn KFUM og KFUK, samtaka sem Friðrik stofnaði, sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem að segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi áreitt pilta kynferðislega
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Valur Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira