Herða reglur ESB um farand- og flóttafólk Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2023 13:01 Lögregluþjónar í Þýskalandi kalla eftir aðstoð, eftir að þeir fundu hóp manna sem höfðu farið yfir landamæri Þýskalands og Póllands í október. AP/Markus Schreiber Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að herða reglur varðandi farand- og flóttafólk í Evrópu. Samkomulagið, sem er til komið eftir áralangar viðræður, mun hafa mikil á það hvernig unnið er úr komu farand- og flóttafólks til heimsálfunnar. Meðal annars verður auðveldara fyrir yfirvöld að vinna úr hælisumsóknum fólks og auðveldara að vísa fólki sem er hafnað á brott. Samkvæmt frétt Politico unnu samningamenn langt fram á nótt til að komast að samkomulagi. Samkomulagið á enn eftir að vera samþykkt á Evrópuþinginu og af Evrópuráðinu, mun leiða til hertra reglna á framlínunni, ef svo má segja. Ríki innar í Evrópu munu geta samþykkt að taka á móti tilteknum fjölda farand- og flóttafólks, eða greiða í sameiginlegan sjóð Evrópusambandsins. Einnig þarf að breyta lögum ríkja í ESB til samræmis við samkomulagið, verði það samþykkt að fullu. Roberta Metsola, þingforseti Evrópuþingsins, neitaði því í morgun að með þessu samkomulagi væru hægri sinnaðir leiðtogar ESB að fá sínu framgengt. Þess í stað byggði samkomulagið á málamiðlunum og raunsæi. Hér að neðan má sjá blaðamannafund um samkomulagið frá því í morgun. Europe has delivered a robust Migration and Asylum Pact.A legislative framework that functions, that protects.That is humane and fair with those seeking protection, firm with those not eligible, strong with those who exploit the most vulnerable. https://t.co/nGPx02RtJX— Roberta Metsola (@EP_President) December 20, 2023 Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex) hefur gefið út að á þessu ári hafa fleiri en milljón manna komið að landamærum Evrópu. Margir á flótta eða í leit að betra lífi frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Í fyrra sótti tæp milljón manna um hæli í Evrópu. Samhliða mikilli fjölgun farand- og flóttafólks í Evrópu hafa málefni þeirra orðið að kosningamálum víðsvegar um heimsálfuna, eins og í Þýskalandi, Hollandi og víðar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Ursula von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist taka samkomulaginu fagnandi. Hún segir fólksflutninga vera sameiginlega áskorun Evrópu og samkomulagið hjálpi ríkjum heimsálfunnar að bregðast við áskoruninni. Þá segir hún samkomulagið vera sögulegt. I welcome the historic agreement on the Pact on Migration and AsylumCongratulations to the European Parliament and Council for agreeing on this landmark proposal of this mandate. I thank @MargSchinas and @YlvaJohansson for their tireless efforts — Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 20, 2023 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, kallaði samkomulagið sömuleiðis sögulegt, samkvæmt frétt Washington Post. Hann sagði að með því myndi Evrópa ná betur tökum á fólksflutningum og til dæmis með því að vinna hraðar úr hælisumsóknum fólks. Forsvarsmenn mannréttindasamtaka eru ekki jafn ánægðir og hafa sérstakar áhyggjur af ætlunum um að vinna hraðar úr umsóknum fólks á landamærum Evrópu. Forsvarsmenn Amnesty International hafa til að mynda sagt í yfirlýsingu að reglubreytingarnar muni líklega leiða til aukinnar þjáningar meðal farand- og flóttafólks og að með þeim sé verið að færa löggjöf ESB í þessum málum aftur um áratugi. Forsvarsmenn rúmlega fimmtíu samtaka birtu á dögunum opið bréf til ráðamanna Evrópu og vöruðu við breytingunum. Þau sögðu þær geta gert yfirvöldum í Evrópu kleift að halda börnum föngum án dóms og laga og vísað fólki til annarra „öruggra ríkja“ eins og það segir í samkomulaginu. Þá segir í bréfinu að reglubreytingin muni leiða til aukinna fordóma sem byggja á litarhafti fólks. Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Sextíu talin látin eftir að bátur sökk í Miðjarðarhafi Óttast er að fleiri en sextíu hafi drukknað eftir að bátur sökk undan ströndum Líbíu. Forsvarsmenn Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar IOM segir að þungar öldur hafi skollið á bátinn með fyrrgreindum afleiðingum. 17. desember 2023 10:51 Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Meðal annars verður auðveldara fyrir yfirvöld að vinna úr hælisumsóknum fólks og auðveldara að vísa fólki sem er hafnað á brott. Samkvæmt frétt Politico unnu samningamenn langt fram á nótt til að komast að samkomulagi. Samkomulagið á enn eftir að vera samþykkt á Evrópuþinginu og af Evrópuráðinu, mun leiða til hertra reglna á framlínunni, ef svo má segja. Ríki innar í Evrópu munu geta samþykkt að taka á móti tilteknum fjölda farand- og flóttafólks, eða greiða í sameiginlegan sjóð Evrópusambandsins. Einnig þarf að breyta lögum ríkja í ESB til samræmis við samkomulagið, verði það samþykkt að fullu. Roberta Metsola, þingforseti Evrópuþingsins, neitaði því í morgun að með þessu samkomulagi væru hægri sinnaðir leiðtogar ESB að fá sínu framgengt. Þess í stað byggði samkomulagið á málamiðlunum og raunsæi. Hér að neðan má sjá blaðamannafund um samkomulagið frá því í morgun. Europe has delivered a robust Migration and Asylum Pact.A legislative framework that functions, that protects.That is humane and fair with those seeking protection, firm with those not eligible, strong with those who exploit the most vulnerable. https://t.co/nGPx02RtJX— Roberta Metsola (@EP_President) December 20, 2023 Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex) hefur gefið út að á þessu ári hafa fleiri en milljón manna komið að landamærum Evrópu. Margir á flótta eða í leit að betra lífi frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Í fyrra sótti tæp milljón manna um hæli í Evrópu. Samhliða mikilli fjölgun farand- og flóttafólks í Evrópu hafa málefni þeirra orðið að kosningamálum víðsvegar um heimsálfuna, eins og í Þýskalandi, Hollandi og víðar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Ursula von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist taka samkomulaginu fagnandi. Hún segir fólksflutninga vera sameiginlega áskorun Evrópu og samkomulagið hjálpi ríkjum heimsálfunnar að bregðast við áskoruninni. Þá segir hún samkomulagið vera sögulegt. I welcome the historic agreement on the Pact on Migration and AsylumCongratulations to the European Parliament and Council for agreeing on this landmark proposal of this mandate. I thank @MargSchinas and @YlvaJohansson for their tireless efforts — Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 20, 2023 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, kallaði samkomulagið sömuleiðis sögulegt, samkvæmt frétt Washington Post. Hann sagði að með því myndi Evrópa ná betur tökum á fólksflutningum og til dæmis með því að vinna hraðar úr hælisumsóknum fólks. Forsvarsmenn mannréttindasamtaka eru ekki jafn ánægðir og hafa sérstakar áhyggjur af ætlunum um að vinna hraðar úr umsóknum fólks á landamærum Evrópu. Forsvarsmenn Amnesty International hafa til að mynda sagt í yfirlýsingu að reglubreytingarnar muni líklega leiða til aukinnar þjáningar meðal farand- og flóttafólks og að með þeim sé verið að færa löggjöf ESB í þessum málum aftur um áratugi. Forsvarsmenn rúmlega fimmtíu samtaka birtu á dögunum opið bréf til ráðamanna Evrópu og vöruðu við breytingunum. Þau sögðu þær geta gert yfirvöldum í Evrópu kleift að halda börnum föngum án dóms og laga og vísað fólki til annarra „öruggra ríkja“ eins og það segir í samkomulaginu. Þá segir í bréfinu að reglubreytingin muni leiða til aukinna fordóma sem byggja á litarhafti fólks.
Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Sextíu talin látin eftir að bátur sökk í Miðjarðarhafi Óttast er að fleiri en sextíu hafi drukknað eftir að bátur sökk undan ströndum Líbíu. Forsvarsmenn Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar IOM segir að þungar öldur hafi skollið á bátinn með fyrrgreindum afleiðingum. 17. desember 2023 10:51 Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12
Sextíu talin látin eftir að bátur sökk í Miðjarðarhafi Óttast er að fleiri en sextíu hafi drukknað eftir að bátur sökk undan ströndum Líbíu. Forsvarsmenn Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar IOM segir að þungar öldur hafi skollið á bátinn með fyrrgreindum afleiðingum. 17. desember 2023 10:51
Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28. nóvember 2023 16:38