Telja árásarmanninn tengjast líkfundum í skógi í síðustu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2023 20:29 Árásin átti sér stað í miðborg Prag, höfuðborgar Tékklands. AP/Petr David Josek Lögregla í Tékklandi telur að árásarmaðurinn sem skaut 15 til bana og særði 24 til viðbótar í skotárás á listadeild Karlsháskóla í miðborg Prag tengist drápi tveggja manneskja sem fundust látnar í síðustu viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og innanríkisráðherra Tékklands, Vít Rakušan, í kjölfar árásarinnar. Árásin varð síðdegis í dag, en árásarmaðurinn var 24 ára nemandi við háskólann. Hann hóf skothríð sína á fjórðu hæð hússins, sem er í hinum svokallaða gamla bæ borgarinnar. Lögregla fann lík árásarmannsins inni í húsinu að árásinni afstaðinni. Faðir mannsins fannst látinn fyrr í dag, í þorpi skammt fyrir utan Prag, en talið er að árásarmaðurinn hafi banað honum. Lögregla gengur nú út frá því að árásarmaðurinn, sem hefur verið kallaður David K í fjölmiðlum, hafi tengst andlátum tveggja einstaklinga sem fundust látnir í Klanovicky-skógi, skammt fyrir utan Prag. Hann hafði fram að þessu ekki komist í kast við lögin. Þá telur lögregla að hann hafi valið skotmörk sín af handahófi. Þá hefur verið greint frá því að fleiri vopn en það sem árásarmaðurinn notaði til verksins hafi fundist í byggingunni þar sem árásin átti sér stað. „Fjöldi fórnarlamba hefði getað skipt fleiri tugum, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð lögreglunnar,“ sagði innanríkisráðherrann Rakušan á blaðamannafundinum. Tékkland Tengdar fréttir Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. 21. desember 2023 18:15 Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og innanríkisráðherra Tékklands, Vít Rakušan, í kjölfar árásarinnar. Árásin varð síðdegis í dag, en árásarmaðurinn var 24 ára nemandi við háskólann. Hann hóf skothríð sína á fjórðu hæð hússins, sem er í hinum svokallaða gamla bæ borgarinnar. Lögregla fann lík árásarmannsins inni í húsinu að árásinni afstaðinni. Faðir mannsins fannst látinn fyrr í dag, í þorpi skammt fyrir utan Prag, en talið er að árásarmaðurinn hafi banað honum. Lögregla gengur nú út frá því að árásarmaðurinn, sem hefur verið kallaður David K í fjölmiðlum, hafi tengst andlátum tveggja einstaklinga sem fundust látnir í Klanovicky-skógi, skammt fyrir utan Prag. Hann hafði fram að þessu ekki komist í kast við lögin. Þá telur lögregla að hann hafi valið skotmörk sín af handahófi. Þá hefur verið greint frá því að fleiri vopn en það sem árásarmaðurinn notaði til verksins hafi fundist í byggingunni þar sem árásin átti sér stað. „Fjöldi fórnarlamba hefði getað skipt fleiri tugum, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð lögreglunnar,“ sagði innanríkisráðherrann Rakušan á blaðamannafundinum.
Tékkland Tengdar fréttir Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. 21. desember 2023 18:15 Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. 21. desember 2023 18:15
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37