Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2023 22:55 Bæjarstjóri Sköpunar á Sandey notaði grindarhvalahníf til að skera á borðann. Kringvarpið Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun Sandeyjarganga, sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni með söng, hljóðfæraslætti og afhjúpun listaverks sem og með ræðuhöldum ráðamanna. Neðansjávargöng Færeyja. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta eru fjórðu neðansjávargöngin sem Færeyingar taka í notkun á aðeins 21 ári. Áður höfðu þeir grafið Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Sandeyjargöng sem bættust við í dag liggja undir Sköpunarfjörð milli Straumeyjar og Sandeyjar og ná 155 metra undir sjávarmál. Þau eru alls 10,8 kílómetra löng, um fjögurhundruð metrum styttri en lengstu göng Færeyja, Austureyjargöngin, sem opnuð voru fyrir þremur árum. Svona opnast göngin á Sandey.Løgmansskrivstovan Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, sagði að Sandeyingar hefðu vart getað fengið betri og mikilvægari jólagjöf. Hann rifjaði upp að þegar hann sem ungur drengur var að fara í fótboltaferðir frá Klakksvík til að keppa við Sandeyinga hafi þurft að taka þrjár ferjur og ferðalagið kallað á gistingu. Núna væru þrenn neðansjávargöng búin að leysa af ferjurnar þrjár og hægt aka á milli á einni klukkustund. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti ávarp við opnun jarðganganna.Kringvarpið Það var bæjarstjóri sveitarfélagsins Sköpunar á Sandey, Gerhard Lognberg, sem formlega opnaði göngin en til að skera á borðann notaði hann grindhvalahníf. Elsti bílstjórinn á Sandey, hinn níræði Herman Petersen úr Skálavík, fékk svo þann heiður að aka fyrsta bílnum í gegn. Mannhaf fylgdist með þegar Sandeyjargöngin voru opnuð í dag.Kringvarpið Kostnaður við gerð ganganna er um þrjátíu milljarðar íslenskra króna og verða þau greidd upp með vegtolli sem samtengdur verða vegtolli Austureyjarganga. Jafnframt hlýst verulegur sparnaður með því að ferjusiglingum milli Straumeyjar og Sandeyjar verður núna hætt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun Sandeyjarganga, sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni með söng, hljóðfæraslætti og afhjúpun listaverks sem og með ræðuhöldum ráðamanna. Neðansjávargöng Færeyja. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þetta eru fjórðu neðansjávargöngin sem Færeyingar taka í notkun á aðeins 21 ári. Áður höfðu þeir grafið Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Sandeyjargöng sem bættust við í dag liggja undir Sköpunarfjörð milli Straumeyjar og Sandeyjar og ná 155 metra undir sjávarmál. Þau eru alls 10,8 kílómetra löng, um fjögurhundruð metrum styttri en lengstu göng Færeyja, Austureyjargöngin, sem opnuð voru fyrir þremur árum. Svona opnast göngin á Sandey.Løgmansskrivstovan Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, sagði að Sandeyingar hefðu vart getað fengið betri og mikilvægari jólagjöf. Hann rifjaði upp að þegar hann sem ungur drengur var að fara í fótboltaferðir frá Klakksvík til að keppa við Sandeyinga hafi þurft að taka þrjár ferjur og ferðalagið kallað á gistingu. Núna væru þrenn neðansjávargöng búin að leysa af ferjurnar þrjár og hægt aka á milli á einni klukkustund. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti ávarp við opnun jarðganganna.Kringvarpið Það var bæjarstjóri sveitarfélagsins Sköpunar á Sandey, Gerhard Lognberg, sem formlega opnaði göngin en til að skera á borðann notaði hann grindhvalahníf. Elsti bílstjórinn á Sandey, hinn níræði Herman Petersen úr Skálavík, fékk svo þann heiður að aka fyrsta bílnum í gegn. Mannhaf fylgdist með þegar Sandeyjargöngin voru opnuð í dag.Kringvarpið Kostnaður við gerð ganganna er um þrjátíu milljarðar íslenskra króna og verða þau greidd upp með vegtolli sem samtengdur verða vegtolli Austureyjarganga. Jafnframt hlýst verulegur sparnaður með því að ferjusiglingum milli Straumeyjar og Sandeyjar verður núna hætt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14