Anna og Jón algengust Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 11:12 Í nýju myndbandi Hagstofunnar er farið yfir þróun helstu hagtalna á árinu. Vísir/Vilhelm Algengustu nöfnin, meðalaldur þjóðarinnar, hagvöxtur og mannfjöldaþróun er meðal þess sem tekið er saman í jóla-og áramótamyndbandi Hagstofunnar. Í myndbandinu þar sem farið er yfir þróun helstu hagtalna á árinu kemur meðal annars fram að Anna sé vinsælasta kvenmannsnafn landsins. Líkt og greint var frá í byrjun árs er þetta í fyrsta sinn sem Guðrúnu er steypt af stóli sem vinsælasta kvenmannsnafninu. Þriðja vinsælasta kvenmannsnafnið er Kristín. Af karlmannsnöfnum er Jón vinsælasta karlmannsnafnið, Sigurður í öðru sæti og Guðmundur í því þriðja. 400 þúsunda múrinn nálgast óðfluga Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund, í september hafði þeim fjölgað um níu þúsund og voru þá tæplega 397 þúsund. Þar af bluggu 250 þúsund á höfuðborgarsvæðinu en 145 þúsund á landsbyggðinni. Tæplega 73 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi í lok september, 18% landsmanna. Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund en nær 400 þúsund í lok árs. Hagstofan Í myndbandinu er einnig vikið að ævilengd landsmanna, en þar kemur fram að íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Þetta merkir að íslendingar eru einna langlífastir evrópuþjóða. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Hagstofan Dró úr atvinnuleysi annað árið í röð Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Hagstofan Verðbólgan hélst mikil en tók aðeins að hjaðna upp úr miðju ári. Á sama tíma hækkuðu helstu neysluvörur og vextir fóru hækkandi. Annað árið í röð dró úr atvinnuleysi á sama tíma og starfandi fólki fjölgaði. Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarið tvö ár og á fyrri hluta þessa árs. Á seinni hluta ársins hægðist hins vegar á miklum vexti efnahagslífsins, einkum innlendri neyslu. Hér er hægt að sjá myndband Hagstofunnar í heild sinni: Mannfjöldi Mannanöfn Fréttir ársins 2023 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Í myndbandinu þar sem farið er yfir þróun helstu hagtalna á árinu kemur meðal annars fram að Anna sé vinsælasta kvenmannsnafn landsins. Líkt og greint var frá í byrjun árs er þetta í fyrsta sinn sem Guðrúnu er steypt af stóli sem vinsælasta kvenmannsnafninu. Þriðja vinsælasta kvenmannsnafnið er Kristín. Af karlmannsnöfnum er Jón vinsælasta karlmannsnafnið, Sigurður í öðru sæti og Guðmundur í því þriðja. 400 þúsunda múrinn nálgast óðfluga Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund, í september hafði þeim fjölgað um níu þúsund og voru þá tæplega 397 þúsund. Þar af bluggu 250 þúsund á höfuðborgarsvæðinu en 145 þúsund á landsbyggðinni. Tæplega 73 þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi í lok september, 18% landsmanna. Í byrjun árs voru landsmenn tæplega 388 þúsund en nær 400 þúsund í lok árs. Hagstofan Í myndbandinu er einnig vikið að ævilengd landsmanna, en þar kemur fram að íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Þetta merkir að íslendingar eru einna langlífastir evrópuþjóða. Íslenskar konur lifa að meðaltali í 84 ár en karlar í 81 ár. Hagstofan Dró úr atvinnuleysi annað árið í röð Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust mikið á árinu á sama tíma og það dró verulega úr tekjum á álútflugningi. Hagstofan Verðbólgan hélst mikil en tók aðeins að hjaðna upp úr miðju ári. Á sama tíma hækkuðu helstu neysluvörur og vextir fóru hækkandi. Annað árið í röð dró úr atvinnuleysi á sama tíma og starfandi fólki fjölgaði. Hagvöxtur hefur verið mikill undanfarið tvö ár og á fyrri hluta þessa árs. Á seinni hluta ársins hægðist hins vegar á miklum vexti efnahagslífsins, einkum innlendri neyslu. Hér er hægt að sjá myndband Hagstofunnar í heild sinni:
Mannfjöldi Mannanöfn Fréttir ársins 2023 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira