Hinsegin ungmenni í Rússlandi þvinguð í bælingarmeðferðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 12:10 Frá sýningunni „Það er ekkert slíkt fólk hér“ í Berlin, sem sækir titil sinn í svar Ramzan Kadyrov, leiðtoga Téténíu, þegar hann var spurður um hinsegin fólk í landinu. Getty/Adam Berry Upp hafa komið mál í Rússlandi þar sem efnaðir foreldrar hafa greitt óþokkamennum fyrir að flytja hinsegin ungmenni gegn vilja sínum á einkastofnanir sem sérhæfa sig í svokallaðri bælingarmeðferð. Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann. Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann.
Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira