Messi og Suárez sameina krafta sína á ný Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 15:01 Luis Suárez og Lionel Messi fóru á kostum sem samherjar hjá Barcelona á sínum tíma. Getty/Manuel Queimadelos Tveir þriðju af MSN-tríóinu svokallaða, sem fór á kostum með Barcelona fyrir nokkrum árum, munu spila saman hjá Inter Miami í Bandaríkjunum áður en langt um líður. Úrúgvæinn Luis Suárez hefur nefnilega ákveðið að koma til Miami og spila með sínum gamla félaga Lionel Messi. Fyrir hjá Inter Miami eru einnig þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem léku með Suárez og Messi hjá Barcelona. Frá þessu greinir félagaskiptafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann segir að samkomulag sé í höfn og ekkert því til fyrirstöðu að tilkynna félagaskiptin. Munnlegt samkomulag um samning til eins árs, með möguleika á framlengingu um eitt ár, náðist fyrir mánuði síðan. Luís Suárez to Inter Miami, all set to be sealed and announced here we go!Contract ready after verbal agreement reached one month ago one-year deal for Suárez.Deal will also include an option for further season.Messi and Suárez, together again. pic.twitter.com/Vf9ytZNlJP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 22, 2023 Suárez og Messi léku saman hjá Barcelona á árunum 2014-2020, og þegar Neymar var einnig hjá liðinu var talað um MSN-þríeykið. Hjá Barcelona unnu þeir Suárez og Messi meðal annars einn Evrópumeistaratitil, fjóra Spánarmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla, auk þess að vinna HM félagsliða einu sinni. Suárez, sem verður 37 ára í næsta mánuði, lék síðast með Gremio í Brasilíu. Hann kom að flestum mörkum allra í efstu deild Brasilíu í ár eða alls 28, með 17 mörk og 11 stoðsendingar, í 33 leikjum fyrir silfurlið Gremio. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Úrúgvæinn Luis Suárez hefur nefnilega ákveðið að koma til Miami og spila með sínum gamla félaga Lionel Messi. Fyrir hjá Inter Miami eru einnig þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem léku með Suárez og Messi hjá Barcelona. Frá þessu greinir félagaskiptafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann segir að samkomulag sé í höfn og ekkert því til fyrirstöðu að tilkynna félagaskiptin. Munnlegt samkomulag um samning til eins árs, með möguleika á framlengingu um eitt ár, náðist fyrir mánuði síðan. Luís Suárez to Inter Miami, all set to be sealed and announced here we go!Contract ready after verbal agreement reached one month ago one-year deal for Suárez.Deal will also include an option for further season.Messi and Suárez, together again. pic.twitter.com/Vf9ytZNlJP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 22, 2023 Suárez og Messi léku saman hjá Barcelona á árunum 2014-2020, og þegar Neymar var einnig hjá liðinu var talað um MSN-þríeykið. Hjá Barcelona unnu þeir Suárez og Messi meðal annars einn Evrópumeistaratitil, fjóra Spánarmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla, auk þess að vinna HM félagsliða einu sinni. Suárez, sem verður 37 ára í næsta mánuði, lék síðast með Gremio í Brasilíu. Hann kom að flestum mörkum allra í efstu deild Brasilíu í ár eða alls 28, með 17 mörk og 11 stoðsendingar, í 33 leikjum fyrir silfurlið Gremio. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira