„Bannað að vera illa klædd eða skóuð í kulda og slabbi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. desember 2023 11:31 Elísabet Gunnars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Helgi Ómarsson Athafnakonan, tískubloggarinn, áhrifavaldurinn og lífskúnstnerinn Elísabet Gunnarsdóttir nýtur tískunnar til hins ítrasta og ber virðingu fyrir henni. Hún velur föt eftir skapi hverju sinni og hefur farið í gegnum hin ýmsu tískutímabil. Elísabet Gunnars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Elísabet Gunnars segist elska og virða tískuna. Instagram @elgunnars Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tískan er listgrein, sköpunarform sem breytist með tíð og tíma en líka árstíðum og búsetu. Ég nýt þess að taka þátt í því að elska hana og virða. Hún endurspeglar líka persónuleika og það er hægt að tjá sig á margvíslegan hátt með tískunni. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ætli ég verði ekki að segja Frankie Shop blazerarnir mínir sem ég á í nokkrum litum. Alltaf mitt go to. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Gunnars (@elgunnars) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég get ekki sagt það og ég held að vinkonur mínar geti staðfest að ég er mikil spondant kona þar eins og í mörgu öðru. Ég vel föt eftir því í hvaða skapi ég er í hverju sinni. Ég get til dæmis aldrei ákveðið dress kvöldið áður því svo vakna ég kannski í allt öðru skapi og vil alls ekki klæðast fyrirfram ákveðnu lúkki. Á tískuvikum mæti ég oftast með yfirvigt út á flugvöll því ég verð að vera með nóg til taks þar til að púsla saman. Skipulagið er því ekki mikið en ég held ég hafi núorðið góða tilfinningu fyrir að raða saman dressi á stuttum tíma. Þetta getur verið bæði kostur og galli. Elísabet Gunnars verður að ákveða klæðaburð sinn eftir skapi og tilfinningu hverju sinni.Instagram @elgunnars Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Basic er best. En alltaf með smá twisti. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ég held að það sé óhætt að segja það. Sem unglingur var ég leitandi, prófaði alls konar og var stundum eins og jólatré þegar ég skoða gamlar myndir (sem betur fer fyrir tíma samfélagsmiðla). En ég vil meina að sá tími sé líka mikilvægur því það hjálpaði mér við að finna mína hillu sem mér líður vel á í dag. Í seinni tíð kaupi ég minna af flíkum en vel þá frekar vandaðar vörur. Ég reyni líka eftir fremsta megni að velja og klæðast íslenskri hönnun. Við eigum svo mikið af frábærum fatahönnuðum og þegar ég bjó erlendis þá fylltist ég alltaf stolti þegar ég sagði frá því að flíkurnar mínar væru eftir íslenska snillinga. Ég vinn líka með regluna að ef ég kaupi nýja flík þá sel ég aðra úr skápnum. Hringrás er nýjasta tíska, mæli með því að herma. Elísabet Gunnars segir að stíll sinn hafi breyst mikið í gegnum tíðina en er þakklát fyrir öll tímabilin. Hún kaupir mikið íslenska hönnun í dag. Instagram @elgunnars Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég hef gaman af því að klæða mig en það þarf ekkert alltaf að vera síðkjóll svo að mér þyki það skemmtilegt. Mér líður líka vel í náttfötum og inniskóm þegar það er óveður úti. Oftar en ekki skipti ég svo út inniskóm fyrir hæla, skelli í mig áberandi eyrnalokkum og rauðum varalit og er þá good to go, út á náttfötunum. Elísabet segir náttföt frábær bæði fyrir huggulegheit og til að klæðast fínt. Instagram @elgunnars Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? París og þá aðallega frá gömlum sætum frönskum körlum með hatt. Götutískan er líka í símanum og þar er heimurinn minni en við höfum upplifað áður - frábært fyrir íslenskar fasjónistur. Tískuheimurinn stækkar og víkkar með tilkomu samfélagsmiðla, nú erum við öll með lítið tæki á okkur sem inniheldur fullt af innblæstri á skjánum, frá öllum heimshornum. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Gunnars (@elgunnars) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Allt má. En þér verður að líða vel í því sem þú klæðist. Það er til fullt af fallegum flíkum sem ég elska á öðrum en myndi aldrei klæðast sjálf því það er ekki ég. Ef ég ætti að setja eitt bann þá væri það að klæða sig ekki eftir veðri á Íslandi. Það er alveg bannað að vera illa klædd eða skóuð í kulda og slabbi. Elísabet Gunnars elskar góðar yfirhafnir og klæðir sig eftir veðri.Instagram @elgunnars Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli ég verði ekki að segja brúðarkjóllinn minn, af því að það var besti dagurinn og það er enn fallegasta flík sem ég á í fataskápnum mínum. Ég kom einnig sjálf að hönnun kjólsins í samvinnu við mína bestu Andreu Magnúsdóttir fatahönnuð, það gerir hann enn verðmætari. Elísabet ásamt Steini Jónssyni eiginmanni sínum. Brúðarkjóllinn sem hún klæðist er enn hennar uppáhalds flík.Instagram @elgunnars Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Yfirhafnir eru oftast flíkur sem ég mæli með því að fjárfesta í. Það er einhvern veginn hægt að dressa klassískar yfirhafnir upp og niður eftir tilefni, þannig að ef þú ert tilbúin að eyða meiri pening í einhverja eina flík þá mæli ég alltaf með yfirhöfn. Skór eða aukahlutir eins og sólgleraugu eða taska eru líka eitthvað sem ég eyði frekar í en til dæmis buxur eða bol. Hér er hægt að fylgjast með Elísabetu Gunnars á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Elísabet Gunnars segist elska og virða tískuna. Instagram @elgunnars Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tískan er listgrein, sköpunarform sem breytist með tíð og tíma en líka árstíðum og búsetu. Ég nýt þess að taka þátt í því að elska hana og virða. Hún endurspeglar líka persónuleika og það er hægt að tjá sig á margvíslegan hátt með tískunni. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ætli ég verði ekki að segja Frankie Shop blazerarnir mínir sem ég á í nokkrum litum. Alltaf mitt go to. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Gunnars (@elgunnars) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég get ekki sagt það og ég held að vinkonur mínar geti staðfest að ég er mikil spondant kona þar eins og í mörgu öðru. Ég vel föt eftir því í hvaða skapi ég er í hverju sinni. Ég get til dæmis aldrei ákveðið dress kvöldið áður því svo vakna ég kannski í allt öðru skapi og vil alls ekki klæðast fyrirfram ákveðnu lúkki. Á tískuvikum mæti ég oftast með yfirvigt út á flugvöll því ég verð að vera með nóg til taks þar til að púsla saman. Skipulagið er því ekki mikið en ég held ég hafi núorðið góða tilfinningu fyrir að raða saman dressi á stuttum tíma. Þetta getur verið bæði kostur og galli. Elísabet Gunnars verður að ákveða klæðaburð sinn eftir skapi og tilfinningu hverju sinni.Instagram @elgunnars Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Basic er best. En alltaf með smá twisti. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ég held að það sé óhætt að segja það. Sem unglingur var ég leitandi, prófaði alls konar og var stundum eins og jólatré þegar ég skoða gamlar myndir (sem betur fer fyrir tíma samfélagsmiðla). En ég vil meina að sá tími sé líka mikilvægur því það hjálpaði mér við að finna mína hillu sem mér líður vel á í dag. Í seinni tíð kaupi ég minna af flíkum en vel þá frekar vandaðar vörur. Ég reyni líka eftir fremsta megni að velja og klæðast íslenskri hönnun. Við eigum svo mikið af frábærum fatahönnuðum og þegar ég bjó erlendis þá fylltist ég alltaf stolti þegar ég sagði frá því að flíkurnar mínar væru eftir íslenska snillinga. Ég vinn líka með regluna að ef ég kaupi nýja flík þá sel ég aðra úr skápnum. Hringrás er nýjasta tíska, mæli með því að herma. Elísabet Gunnars segir að stíll sinn hafi breyst mikið í gegnum tíðina en er þakklát fyrir öll tímabilin. Hún kaupir mikið íslenska hönnun í dag. Instagram @elgunnars Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég hef gaman af því að klæða mig en það þarf ekkert alltaf að vera síðkjóll svo að mér þyki það skemmtilegt. Mér líður líka vel í náttfötum og inniskóm þegar það er óveður úti. Oftar en ekki skipti ég svo út inniskóm fyrir hæla, skelli í mig áberandi eyrnalokkum og rauðum varalit og er þá good to go, út á náttfötunum. Elísabet segir náttföt frábær bæði fyrir huggulegheit og til að klæðast fínt. Instagram @elgunnars Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? París og þá aðallega frá gömlum sætum frönskum körlum með hatt. Götutískan er líka í símanum og þar er heimurinn minni en við höfum upplifað áður - frábært fyrir íslenskar fasjónistur. Tískuheimurinn stækkar og víkkar með tilkomu samfélagsmiðla, nú erum við öll með lítið tæki á okkur sem inniheldur fullt af innblæstri á skjánum, frá öllum heimshornum. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Gunnars (@elgunnars) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Allt má. En þér verður að líða vel í því sem þú klæðist. Það er til fullt af fallegum flíkum sem ég elska á öðrum en myndi aldrei klæðast sjálf því það er ekki ég. Ef ég ætti að setja eitt bann þá væri það að klæða sig ekki eftir veðri á Íslandi. Það er alveg bannað að vera illa klædd eða skóuð í kulda og slabbi. Elísabet Gunnars elskar góðar yfirhafnir og klæðir sig eftir veðri.Instagram @elgunnars Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli ég verði ekki að segja brúðarkjóllinn minn, af því að það var besti dagurinn og það er enn fallegasta flík sem ég á í fataskápnum mínum. Ég kom einnig sjálf að hönnun kjólsins í samvinnu við mína bestu Andreu Magnúsdóttir fatahönnuð, það gerir hann enn verðmætari. Elísabet ásamt Steini Jónssyni eiginmanni sínum. Brúðarkjóllinn sem hún klæðist er enn hennar uppáhalds flík.Instagram @elgunnars Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Yfirhafnir eru oftast flíkur sem ég mæli með því að fjárfesta í. Það er einhvern veginn hægt að dressa klassískar yfirhafnir upp og niður eftir tilefni, þannig að ef þú ert tilbúin að eyða meiri pening í einhverja eina flík þá mæli ég alltaf með yfirhöfn. Skór eða aukahlutir eins og sólgleraugu eða taska eru líka eitthvað sem ég eyði frekar í en til dæmis buxur eða bol. Hér er hægt að fylgjast með Elísabetu Gunnars á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira