Átta ára undrabarn sem fékk ekki að horfa á YouTube Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 07:31 Roman Shogdzhiev er aðeins átta ára gamall en þegar farinn að vinna stórmeistara á HM. Instagram/@roman_uralan Átta ára Rússi hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í hraðskák og tekist að vinna tvo stórmeistara á mótinu. Stolt móðir hans segist hafa viljað halda honum frá tölvuleikjum og YouTube, og að markmiðið sé að vinna Magnus Carlsen einn daginn. „Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen. Skák Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
„Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen.
Skák Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira