Engin kátína innan ferðaþjónustu með hærri gistináttaskatt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2023 11:52 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að fólkið í greininni velti nú vöngum yfir útfærslu skattsins. Vísir/Egill Aðalsteinsson Eftir helgi, þegar nýtt ár gengur í garð þarf að rukka ferðamenn um svokallaðan gistináttaskatt. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur við hátt í hundrað prósent hækkun með svo litlum fyrirvara og segir greinina eiga í vanda með að útfæra innheimtuna því mikið af sölunni fyrir næsta ár hefur þegar átt sér stað. Gistináttaskattur hefur verið endurvakinn eftir dvala í Covid-faraldrinum. Nú er hann með breyttu sniði; er bæði víðtækari og hærri. Nú leggst þessi skattur einnig á rekstraraðila skemmtiferðaskipa þegar skipin dvelja innan tollsvæðis Íslands. Þessi skattur er upp á þúsund krónur hver nótt. Umræður um útfærslu innheimtunnar hafa skapast í Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar þar sem margri klóra sér í kollinum. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa búist við endurkomu gistináttaskattsins en ekki breytinganna sem urðu á honum. „Stóra vandamálið er að hann er hækkaður um 100% með nánast engum fyrirvara og þar sem ferðaþjónustan er verðlögð langt fram í tímann og mikið af sölunni fyrir 2024 hefur þegar átt sér stað þá er greinin í svolitlum vandræðum með þessa aukahækkun og hvernig eigi að fá ferðamenn til að borga hana.“ Hér má sjá mismunandi upphæðir gistináttaskattsins eftir breytingar.SAF Gestir sem dvelja fram yfir áramót þurfa að borga skattinn. „Það virðist vera tilhneigingin hjá flestum að þetta verði bara þannig að gestirnir greiði sjálfir þennan skatt þegar þeir innrita sig á hótel. Ferðaskrifstofurnar sem hafa verið að selja þessar ferðir, eins og ég sagði, langt fram í tímann, þær eiga mjög erfitt með að innheimta þetta frá sínum söluaðilum erlendis þannig að mér sýnist svona tilhneigingin vera í þá átt að gestirnir verði rukkaðir hérna á staðnum um þennan gistináttaskatt, sem mun örugglega valda einhverjum vandkvæðum þar sem fólk vissi ekki af þessu þegar það bókaði.“ En hvað með Airbnb gistinguna? „Þetta á við um alla sem eru með svokallað rekstrarleyfi sama hvort það er Airbnb íbúðir eða hótel og gistiheimili en þeir sem eru í þessari svokallaðri níutíu daga reglu þeir eru undanþegnir greiðslu á gistináttaskatti,“ segir Bjarnheiður. Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Airbnb Tengdar fréttir Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Aðgangsstýring í ferðaþjónustu einföld en óþörf „Það er ekki flókið viðfangsefni ef við viljum gera breytingar á hversu margir ferðamenn heimsækja landið. Við erum með fluggáttina, og Isavia er þar með flugstæði. Ef við teljum að við séum að ganga of mikið á landið okkar vegna þess að aðgangsstýring sé ekki nægileg, þá getum við alltaf stýrt aðgengi með þessari fluggátt okkar. Þetta er bara auðlindastýring og það eru tæki til þess.“ 17. ágúst 2023 07:17 Tilhæfulaus skattur innheimtur á tjaldsvæði Breki Karlsson varar við ólöglegri innheimtu. 17. júlí 2020 13:34 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Gistináttaskattur hefur verið endurvakinn eftir dvala í Covid-faraldrinum. Nú er hann með breyttu sniði; er bæði víðtækari og hærri. Nú leggst þessi skattur einnig á rekstraraðila skemmtiferðaskipa þegar skipin dvelja innan tollsvæðis Íslands. Þessi skattur er upp á þúsund krónur hver nótt. Umræður um útfærslu innheimtunnar hafa skapast í Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar þar sem margri klóra sér í kollinum. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa búist við endurkomu gistináttaskattsins en ekki breytinganna sem urðu á honum. „Stóra vandamálið er að hann er hækkaður um 100% með nánast engum fyrirvara og þar sem ferðaþjónustan er verðlögð langt fram í tímann og mikið af sölunni fyrir 2024 hefur þegar átt sér stað þá er greinin í svolitlum vandræðum með þessa aukahækkun og hvernig eigi að fá ferðamenn til að borga hana.“ Hér má sjá mismunandi upphæðir gistináttaskattsins eftir breytingar.SAF Gestir sem dvelja fram yfir áramót þurfa að borga skattinn. „Það virðist vera tilhneigingin hjá flestum að þetta verði bara þannig að gestirnir greiði sjálfir þennan skatt þegar þeir innrita sig á hótel. Ferðaskrifstofurnar sem hafa verið að selja þessar ferðir, eins og ég sagði, langt fram í tímann, þær eiga mjög erfitt með að innheimta þetta frá sínum söluaðilum erlendis þannig að mér sýnist svona tilhneigingin vera í þá átt að gestirnir verði rukkaðir hérna á staðnum um þennan gistináttaskatt, sem mun örugglega valda einhverjum vandkvæðum þar sem fólk vissi ekki af þessu þegar það bókaði.“ En hvað með Airbnb gistinguna? „Þetta á við um alla sem eru með svokallað rekstrarleyfi sama hvort það er Airbnb íbúðir eða hótel og gistiheimili en þeir sem eru í þessari svokallaðri níutíu daga reglu þeir eru undanþegnir greiðslu á gistináttaskatti,“ segir Bjarnheiður.
Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Airbnb Tengdar fréttir Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Aðgangsstýring í ferðaþjónustu einföld en óþörf „Það er ekki flókið viðfangsefni ef við viljum gera breytingar á hversu margir ferðamenn heimsækja landið. Við erum með fluggáttina, og Isavia er þar með flugstæði. Ef við teljum að við séum að ganga of mikið á landið okkar vegna þess að aðgangsstýring sé ekki nægileg, þá getum við alltaf stýrt aðgengi með þessari fluggátt okkar. Þetta er bara auðlindastýring og það eru tæki til þess.“ 17. ágúst 2023 07:17 Tilhæfulaus skattur innheimtur á tjaldsvæði Breki Karlsson varar við ólöglegri innheimtu. 17. júlí 2020 13:34 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41
Aðgangsstýring í ferðaþjónustu einföld en óþörf „Það er ekki flókið viðfangsefni ef við viljum gera breytingar á hversu margir ferðamenn heimsækja landið. Við erum með fluggáttina, og Isavia er þar með flugstæði. Ef við teljum að við séum að ganga of mikið á landið okkar vegna þess að aðgangsstýring sé ekki nægileg, þá getum við alltaf stýrt aðgengi með þessari fluggátt okkar. Þetta er bara auðlindastýring og það eru tæki til þess.“ 17. ágúst 2023 07:17
Tilhæfulaus skattur innheimtur á tjaldsvæði Breki Karlsson varar við ólöglegri innheimtu. 17. júlí 2020 13:34