Sextándi heimsmeistaratitillinn í höfn: „Ég er ekki kominn með leið á að vinna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 17:31 Magnus Carlsen tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í hraðskák. Vísir/Getty Magnus Carlsen tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í hraðskák í fimmta sinn. Þetta er sextándi heimsmeistaratitill hins rúmlega þrítuga Norðmanns. Magnus Carlsen er efsti maður heimslistans í skák og hefur verið besti skákmaður heims síðustu árin. Hann er fæddur árið 1990 og því aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall en hefur engu að síður raðað inn titlum á sínum ferli. Hann varð stórmeistari 13 ára og tryggði sér fyrsta heimsmeistaratitilinn í skák árið 2013. Í dag bætti Carlsen enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann varð heimsmeistari í hraðskák. Mótið fór fram í Samarkand í Úsbekistan og tapaði Carlsen ekki einni einustu viðureign. „Þetta hefur mikla þýðingu og ég er mjög glaður. Ég vildi þetta mikið og er ekki kominn með leið á því að vinna,“ sagði Carlsen í samtali við norska ríkissjónvarpið NRK þegar titillinn var í höfn. Unbeatable. Congratulations to @MagnusCarlsen for winning his fifth world rapid title!The victory earns the Norwegian legend an incredible 16th world championship in chess! #RapidBlitz pic.twitter.com/jFdIiQQxKu— Chess.com (@chesscom) December 28, 2023 Carlsen vann allar viðureignir sínar á mótinu og tryggði sér titilinn með sigri á indverska undrabarninu Rameshbabu Praggnanandhaa í lokaviðureigninni. „Lykillinn var að ég vann fyrstu viðureignina í dag gegn Fedoseyev,“ sagði Carlsen en Vladimir Fedoseyev frá Rússlandi vann silfurverðlaun. Þetta er í fimmta sinn sem hann vinnur þennan titil en hann hefur einnig orðið heimsmeistari í hefðbundinni skák í fimm skipti og í atskák sex sinnum. Hann fær rúmar 8 milljónir í verðlaun fyrir sigurinn. Skák Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Sjá meira
Magnus Carlsen er efsti maður heimslistans í skák og hefur verið besti skákmaður heims síðustu árin. Hann er fæddur árið 1990 og því aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall en hefur engu að síður raðað inn titlum á sínum ferli. Hann varð stórmeistari 13 ára og tryggði sér fyrsta heimsmeistaratitilinn í skák árið 2013. Í dag bætti Carlsen enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann varð heimsmeistari í hraðskák. Mótið fór fram í Samarkand í Úsbekistan og tapaði Carlsen ekki einni einustu viðureign. „Þetta hefur mikla þýðingu og ég er mjög glaður. Ég vildi þetta mikið og er ekki kominn með leið á því að vinna,“ sagði Carlsen í samtali við norska ríkissjónvarpið NRK þegar titillinn var í höfn. Unbeatable. Congratulations to @MagnusCarlsen for winning his fifth world rapid title!The victory earns the Norwegian legend an incredible 16th world championship in chess! #RapidBlitz pic.twitter.com/jFdIiQQxKu— Chess.com (@chesscom) December 28, 2023 Carlsen vann allar viðureignir sínar á mótinu og tryggði sér titilinn með sigri á indverska undrabarninu Rameshbabu Praggnanandhaa í lokaviðureigninni. „Lykillinn var að ég vann fyrstu viðureignina í dag gegn Fedoseyev,“ sagði Carlsen en Vladimir Fedoseyev frá Rússlandi vann silfurverðlaun. Þetta er í fimmta sinn sem hann vinnur þennan titil en hann hefur einnig orðið heimsmeistari í hefðbundinni skák í fimm skipti og í atskák sex sinnum. Hann fær rúmar 8 milljónir í verðlaun fyrir sigurinn.
Skák Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Sjá meira