„Sagði Pavel að ég yrði örugglega síðastur til að snúast gegn honum í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2023 08:00 Pavel Ermolinskij ræðir við Pétur Rúnar Birgisson og Sigtrygg Arnar Björnsson. vísir/bára Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var ekki tilbúinn að fá Pavel Ermolinskij sem þjálfara liðsins sumarið 2022. Hann hafði hins vegar skipt um skoðun um mitt tímabilið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira