Fjölskylduvænt samfélag Úrsula María Guðjónsdóttir skrifar 2. janúar 2024 14:35 Þann 13. desember sl. var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Sjá má skýrt að áhersla er lögð á stuðning við barnafjölskyldur og er það í samræmi við þau markmið sem Framsókn hefur lagt upp með frá kosningum. Mikilvægt er að hér sé vænlegt að búa og er stuðningur við barnafjölskyldur þáttur í því að laða að fjölskyldufólk í sveitarfélagið. Mikilvægt skref sem var tekið þegar niðurgreiðsla á máltíðum nemenda í grunnskólum Suðurnesjabæjar var aukin úr 50% í 60% ásamt því að innleiddur var fjölskylduafsláttur sem þýðir að gjaldfrjálst verður fyrir börn frá sömu fjölskyldu umfram tvö börn. Það gerir börnum kleift á jafnari aðgang að heitri máltíð í hádeginu. Heit máltíð í hádeginu tryggir m.a. að börn fái mikilvæga næringu og orku, en holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna og mikilvæg fyrir vöxt og þroska. Þannig er verið að lækka greiðslubyrði á fjölskyldur er kemur að kostnaði vegna hádegismatar fyrir börn sem gefur aukið svigrúm fyrir fjölskyldur til að ráðstafa fé sínu í annað sem nýtist þeim. Einnig má nefna að hækkaðar hafa verið umönnunarbætur fyrir foreldra sem ekki nýta dagvistun hjá dagforeldrum. Sú upphæð hækkar úr 45 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur fyrir hvern mánuð. Greiðslunum er háttað með þeim hætti að fyrsta greiðsla er að loknum réttindum til fæðingarorlofs og greiddar þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða verður tveggja ára. Hér er skref tekið til að brúa bilið sem oft kemur til eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til að barn fær inngöngu í leikskóla. Mikilvægt er að gera foreldrum kleift á að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin ef þess er kosið og er þetta mikil framför í þeim efnum. Þá er niðurgreiðsla dagvistunargjalda hjá dagforeldrum hækkuð. Eftir að barn hefur náð 18 mánaða aldri er niðurgreiðsla hækkuð úr 80 þúsund í 112 þúsund á mánuði m.v. átta klst. vistun þar til að barni verður boðin innganga í leikskóla. Allt eru þetta mikilvægir þættir í því að styðja við barnafjölskyldur og á sama tíma eins og hefur komið fram brúa bilið sem oft reynist erfitt eftir að fæðingarorlofi lýkur. Við í Framsókn erum gríðarlega stolt af þessum breytingum og munum halda áfram að styðja við og stuðla að því að í Suðurnesjabæ er gott að búa. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður fræðsluráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. desember sl. var samþykkt á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Sjá má skýrt að áhersla er lögð á stuðning við barnafjölskyldur og er það í samræmi við þau markmið sem Framsókn hefur lagt upp með frá kosningum. Mikilvægt er að hér sé vænlegt að búa og er stuðningur við barnafjölskyldur þáttur í því að laða að fjölskyldufólk í sveitarfélagið. Mikilvægt skref sem var tekið þegar niðurgreiðsla á máltíðum nemenda í grunnskólum Suðurnesjabæjar var aukin úr 50% í 60% ásamt því að innleiddur var fjölskylduafsláttur sem þýðir að gjaldfrjálst verður fyrir börn frá sömu fjölskyldu umfram tvö börn. Það gerir börnum kleift á jafnari aðgang að heitri máltíð í hádeginu. Heit máltíð í hádeginu tryggir m.a. að börn fái mikilvæga næringu og orku, en holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna og mikilvæg fyrir vöxt og þroska. Þannig er verið að lækka greiðslubyrði á fjölskyldur er kemur að kostnaði vegna hádegismatar fyrir börn sem gefur aukið svigrúm fyrir fjölskyldur til að ráðstafa fé sínu í annað sem nýtist þeim. Einnig má nefna að hækkaðar hafa verið umönnunarbætur fyrir foreldra sem ekki nýta dagvistun hjá dagforeldrum. Sú upphæð hækkar úr 45 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur fyrir hvern mánuð. Greiðslunum er háttað með þeim hætti að fyrsta greiðsla er að loknum réttindum til fæðingarorlofs og greiddar þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða verður tveggja ára. Hér er skref tekið til að brúa bilið sem oft kemur til eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til að barn fær inngöngu í leikskóla. Mikilvægt er að gera foreldrum kleift á að vera heima með börnum sínum fyrstu tvö árin ef þess er kosið og er þetta mikil framför í þeim efnum. Þá er niðurgreiðsla dagvistunargjalda hjá dagforeldrum hækkuð. Eftir að barn hefur náð 18 mánaða aldri er niðurgreiðsla hækkuð úr 80 þúsund í 112 þúsund á mánuði m.v. átta klst. vistun þar til að barni verður boðin innganga í leikskóla. Allt eru þetta mikilvægir þættir í því að styðja við barnafjölskyldur og á sama tíma eins og hefur komið fram brúa bilið sem oft reynist erfitt eftir að fæðingarorlofi lýkur. Við í Framsókn erum gríðarlega stolt af þessum breytingum og munum halda áfram að styðja við og stuðla að því að í Suðurnesjabæ er gott að búa. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður fræðsluráðs.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun