Skel gerði tilboð sem KEA gat ekki hafnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 11:45 Jón Ásgeir Jóhannesson á ráðandi hlut í Streng sem á rúmlega helmingshlut í Skel. Hann er jafnframt stjórnarformaður Skeljar. Vísir/Vilhelm KEA hefur selt fjárfestingafélaginu Skel allt hlutafé sitt í Eignarhaldsfélaginu Bjarma ehf. sem haldið hefur utan um fimm prósenta eignarhlut KEA í matvörukeðjunni Samkaup hf. Samkaup heldur utan um tuttugu verslanir Nettó, Krambúðir víða um land, Kjörbúðirnar sömuleiðis og fjórar verslanir Iceland á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru smásöluverslanir Samkaupa um sextíu talsins. Fjallað var um kaupin á vef Innherja í gær þar sem útskýrt var að Skel væri að styrkja stöðu sína í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað. Með kaupum Skeljar eykst hlutdeild félagsins í Samkaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson, lengi kenndur við Bónus og Baug, er stjórnarformaður Skeljar og einn af stærri eigendum þess. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa sem er í eigu Skeljar í gegnum Orkuna, tjáði Innherja í nóvember að unnið væri hörðum höndum að því að opna nýjar matvöruverslanir. Annars vegar undir merkjum Heimkaupa og hins vegar lágvöruverðsverslanir. Unnið væri að því að finna hentugar staðsetningar. Í tilkynningu á vef KEA segir að KEA hafi átt hlut sinn í Samkaupum í um tíu ár. „KEA fékk tilboð í hlut sinn frá SKEL fjárfestingafélagi sem það taldi sig ekki getað hafnað. KEA er að einfalda eignasafn sitt í samræmi við þá stefnu að fækka en um leið að stækka þau verkefni sem félagið er með á efnahagsreikningi sínum,“ segir í tilkynningunni. Kaupfélag Suðurnesja á rúmlega helmingshlut í Samkaupum. Birta lífeyrissjóður rúmlega átján prósent, Kaupfélag Borgfirðinga rúm tíu prósent og Festa lífeyrissjóður slétt tíu prósent. Nú er Skel orðinn fimmti stærsti eigandinn í Samkaupum. Verslun Akureyri Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Samkaup heldur utan um tuttugu verslanir Nettó, Krambúðir víða um land, Kjörbúðirnar sömuleiðis og fjórar verslanir Iceland á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru smásöluverslanir Samkaupa um sextíu talsins. Fjallað var um kaupin á vef Innherja í gær þar sem útskýrt var að Skel væri að styrkja stöðu sína í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað. Með kaupum Skeljar eykst hlutdeild félagsins í Samkaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson, lengi kenndur við Bónus og Baug, er stjórnarformaður Skeljar og einn af stærri eigendum þess. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa sem er í eigu Skeljar í gegnum Orkuna, tjáði Innherja í nóvember að unnið væri hörðum höndum að því að opna nýjar matvöruverslanir. Annars vegar undir merkjum Heimkaupa og hins vegar lágvöruverðsverslanir. Unnið væri að því að finna hentugar staðsetningar. Í tilkynningu á vef KEA segir að KEA hafi átt hlut sinn í Samkaupum í um tíu ár. „KEA fékk tilboð í hlut sinn frá SKEL fjárfestingafélagi sem það taldi sig ekki getað hafnað. KEA er að einfalda eignasafn sitt í samræmi við þá stefnu að fækka en um leið að stækka þau verkefni sem félagið er með á efnahagsreikningi sínum,“ segir í tilkynningunni. Kaupfélag Suðurnesja á rúmlega helmingshlut í Samkaupum. Birta lífeyrissjóður rúmlega átján prósent, Kaupfélag Borgfirðinga rúm tíu prósent og Festa lífeyrissjóður slétt tíu prósent. Nú er Skel orðinn fimmti stærsti eigandinn í Samkaupum.
Verslun Akureyri Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Matvöruverslun Tengdar fréttir SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti. 2. janúar 2024 13:33