Bjarni: Stórskrýtið að spila ekki síðustu vikuna fyrir jól Andri Már Eggertsson skrifar 3. janúar 2024 21:29 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik Diego Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók toppliðið yfir og vann að lokum sjö stiga sigur. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira