Réttarhöldum yfir árásarmanni Rushdie frestað vegna nýrrar bókar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2024 07:02 Rushdie hefur ritað bók um árásina sem kemur út á næstunni. Hann segist vilja horfa fram á við og halda áfram með líf sitt. Getty/Thomas Lohnes Réttarhöldum yfir manninum sem réðist á rithöfundinn Salman Rushdie í ágúst 2022 hefur verið frestar vegna útgáfu nýrrar bókar Rushdie um árásina og eftirmála hennar. Til stóð að réttarhöldin hæfust 8. janúar næstkomandi en dómari í New York féllst á umleitan verjenda árásarmannsins, Hadi Matar, um að þeim yrði frestað þannig að þeir fengju tækifæri til að kynna sér efni bókarinnar. Hún yrði mögulega lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Bókin ber titilinn „Hnífur: Hugleiðingar eftir morðtilraun“ og fjallar um það þegar Matar, 26 ára íbúi New Jersey, réðist upp á svið þar sem Rushie stóð og stakk hann ítrekað. Rushdie blindaðist á öðru auga og hlaut skaða á hendi. Verjendur eru sagðir munu krefjast þess að fá afrit af handriti bókarinnar áður en hún kemur út en saksóknarinn í málinu segir bókina ekki munu hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Eins og þekkt er varði Rushdie mörgum árum í felum eftir útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“ árið 1988 en hann var úrskurðaður réttdræpur í kjölfarið af þáverandi leiðtoga Íran. Öfgamenn hafa ítrekað vísað til bókarinnar sem hvatans á bak við voðaverk sín. Rushdie sagðist í samtali við BBC í fyrra vera óviss um það hvort hann vildi mæta Matar í dómsal; hluti af honum vildi vera viðstaddur og horfa í augu árásarmannsins en hluti af honum vildi hreinlega ekki verja meiri orku í málið. Bandaríkin Erlend sakamál Bókmenntir Mál Salman Rushdie Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Til stóð að réttarhöldin hæfust 8. janúar næstkomandi en dómari í New York féllst á umleitan verjenda árásarmannsins, Hadi Matar, um að þeim yrði frestað þannig að þeir fengju tækifæri til að kynna sér efni bókarinnar. Hún yrði mögulega lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Bókin ber titilinn „Hnífur: Hugleiðingar eftir morðtilraun“ og fjallar um það þegar Matar, 26 ára íbúi New Jersey, réðist upp á svið þar sem Rushie stóð og stakk hann ítrekað. Rushdie blindaðist á öðru auga og hlaut skaða á hendi. Verjendur eru sagðir munu krefjast þess að fá afrit af handriti bókarinnar áður en hún kemur út en saksóknarinn í málinu segir bókina ekki munu hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Eins og þekkt er varði Rushdie mörgum árum í felum eftir útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“ árið 1988 en hann var úrskurðaður réttdræpur í kjölfarið af þáverandi leiðtoga Íran. Öfgamenn hafa ítrekað vísað til bókarinnar sem hvatans á bak við voðaverk sín. Rushdie sagðist í samtali við BBC í fyrra vera óviss um það hvort hann vildi mæta Matar í dómsal; hluti af honum vildi vera viðstaddur og horfa í augu árásarmannsins en hluti af honum vildi hreinlega ekki verja meiri orku í málið.
Bandaríkin Erlend sakamál Bókmenntir Mál Salman Rushdie Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira