Straumur frá Rapyd til Adyen Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 08:28 Lilja Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Straums. Kvika banki Straumur, íslenskt fyrirtæki í greiðslumiðlun og dótturfélag Kviku banka, hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Adyen um færsluhirðingu og vöruþróun á sviði fjártækni. Þetta segir í tilkynningu frá Straumi. Þar segir að Adyen sé alþjóðlegt fyrirtæki í fjármálaþjónustu með aðsetur í Hollandi og sjái meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var árið 2016, sé eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar. Samkeppniseftirlitið fyrirskipaði skiptin Rapyd hefur séð um færsluhirðingu fyrir Straum frá því að fyrirtækið var stofnað eftir að Kvika keypti færsluhirðingarsamninga af sameinuðu félagi Valitor og Rapyd í kjölfar kaupa Rapyd á Valitor af Arion banka árið 2022. Samkeppniseftirlitið veitti blessun sína fyrir kaupum Kviku á samningunum meðal annars með því skilyrði að Kvika færði þjónustukaup til annars þjónustuveitenda en Rapyd, sem ekki væri umsvifamikill færsluhirðir á Íslandi. Þá gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði fyrir kaupum Rapyd á Valitor að félagið seldi frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf.. Með sölunni færi markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50 prósent, að sögn Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Hefur ekkert með umræðuna að gera Því má vera ljóst að skiptin tengjast ekki umræðu um Rapyd sem hefur verið hávær í samfélaginu eftir að yfirstandandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Forstjóri Rapyd á heimsvísu, Arik Shtilman, hefur látið hafa eftir sé að Rapyd styðji Ísrael í aðgerðum þess gegn Hamas-liðum í Palestínu. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. Allir hæstánægðir „Hjá Straumi erum við staðráðin í að bjóða uppá framúrskarandi greiðslulausnir fyrir söluaðila. Nálgun okkar gengur út fyrir hefðbundna greiðslumiðlun; við lítum á okkur sem samstarfsaðila viðskiptavina okkar og viljum hjálpa þeim að vaxa. Samstarfið við nýjan öflugan færsluhirði gerir okkur kleift að auka tæknilega getu og þjónustuframboð okkar verulega,“ er haft eftir Lilju Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Straums í fréttatilkynningu. Þá er haft eftir Tobias Lindh, framkvæmdastjóra Adyen Nordics & Baltics, að starfsfólk Adyen sé stolt af því að vinna með samstarfsaðilum sem drífa heim greiðslulausna áfram. „Þess vegna erum við spennt fyrir að koma inná íslenska markaðinn í samstarfi við Straum sem færsluhirðir þeirra. Vöru- og þjónustuframboð Straums í greiðslumiðlun á Íslandi ásamt fjártæknilausnum okkar mun tryggja auðveldari, öruggari og einfaldari greiðslur fyrir íslenska neytendur um allt land.“ Greiðslumiðlun Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Straumi. Þar segir að Adyen sé alþjóðlegt fyrirtæki í fjármálaþjónustu með aðsetur í Hollandi og sjái meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var árið 2016, sé eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar. Samkeppniseftirlitið fyrirskipaði skiptin Rapyd hefur séð um færsluhirðingu fyrir Straum frá því að fyrirtækið var stofnað eftir að Kvika keypti færsluhirðingarsamninga af sameinuðu félagi Valitor og Rapyd í kjölfar kaupa Rapyd á Valitor af Arion banka árið 2022. Samkeppniseftirlitið veitti blessun sína fyrir kaupum Kviku á samningunum meðal annars með því skilyrði að Kvika færði þjónustukaup til annars þjónustuveitenda en Rapyd, sem ekki væri umsvifamikill færsluhirðir á Íslandi. Þá gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði fyrir kaupum Rapyd á Valitor að félagið seldi frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf.. Með sölunni færi markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50 prósent, að sögn Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Hefur ekkert með umræðuna að gera Því má vera ljóst að skiptin tengjast ekki umræðu um Rapyd sem hefur verið hávær í samfélaginu eftir að yfirstandandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Forstjóri Rapyd á heimsvísu, Arik Shtilman, hefur látið hafa eftir sé að Rapyd styðji Ísrael í aðgerðum þess gegn Hamas-liðum í Palestínu. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. Allir hæstánægðir „Hjá Straumi erum við staðráðin í að bjóða uppá framúrskarandi greiðslulausnir fyrir söluaðila. Nálgun okkar gengur út fyrir hefðbundna greiðslumiðlun; við lítum á okkur sem samstarfsaðila viðskiptavina okkar og viljum hjálpa þeim að vaxa. Samstarfið við nýjan öflugan færsluhirði gerir okkur kleift að auka tæknilega getu og þjónustuframboð okkar verulega,“ er haft eftir Lilju Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Straums í fréttatilkynningu. Þá er haft eftir Tobias Lindh, framkvæmdastjóra Adyen Nordics & Baltics, að starfsfólk Adyen sé stolt af því að vinna með samstarfsaðilum sem drífa heim greiðslulausna áfram. „Þess vegna erum við spennt fyrir að koma inná íslenska markaðinn í samstarfi við Straum sem færsluhirðir þeirra. Vöru- og þjónustuframboð Straums í greiðslumiðlun á Íslandi ásamt fjártæknilausnum okkar mun tryggja auðveldari, öruggari og einfaldari greiðslur fyrir íslenska neytendur um allt land.“
Greiðslumiðlun Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52
Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27