Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Lovísa Arnardóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 4. janúar 2024 22:53 Gunnar Örn Petersen formaður Landssambands segir skýrslu MAST lýsa vel fúskinu sem eigi sér stað í sjókvíaeldi. Stöð 2 Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. Gunnar Örn segir að í skýrslunni sé alvarlegri vanrækslu lýst og að tvennt standi upp úr við lestur hennar. „Það er bæði það að á þessum tíma virðist starfsemi Arctic Fish á svæðinu hafa verið í einhvers konar lamasessi. Stjórnendur og starfsmenn svara MAST þannig að það hafi verið svo mikið að gera að þeir ráði ekki neitt við neitt. Staðreynd málsins er í raun sú að alveg sama hversu mikið þú vandar þig þá mun eldislax sleppa í opnu sjókvíaeldi. Þá einhvern veginn lýsir þetta bara því fúski sem viðgengst í greininni,“ segir Gunnar Örn en hann var til viðtals í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Í öðru lagi segir hann að starfsmenn viðurkenni að það hafi átt að framkvæma neðansjávareftirlit fyrir löngu í þessari kví en að því hafi ítrekað verið slegið á frest. „Það er mjög alvarlegt mál þegar það er svona mikið í húfi.“ Lögreglustjórinn á Vestfjörðum tilkynnti í desember að rannsókn embættisins á máli tengt Arctic Fish hefði verið hætt. Málið varðaði það þegar á fjórða þúsund eldislaxa sluppu úr sjókví hjá Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst í fyrra. Landssamband veiðifélaga sagði í yfirlýsingu fyrir áramót að þau ætluðu að kæra ákvörðunina. Gunnar Örn segir lögin mjög skýr og setur stórar spurningar við það að lögreglustjórinn hafi látið rannsóknina niður falla. „Við trúum því að lögin séu mjög skýr um þetta og þetta snúist í raun um vankunnáttu lögreglustjórans á Vestfjörðum í málinu. Einfaldlega misskilningi og vankunnáttu á refsiheimildum laganna. Þau lögin séu óskýr um margt þá eru þau skýr um þetta,“ segir Gunnar Örn og að það væri hægt að leysa þetta með því að ráða einfaldlega fólk til vinnu sem getur skilið lögin. „En það vakna spurningar, að því þetta er svo augljóst, hvort það séu einhver önnur öfl sem ráða þarna ferðinni. Hvort lögreglustjórinn á Vestfjörðum einfaldlega treysti sér ekki til að fara áfram gegn þessu fyrirtæki með málið. Sem hafa svona mikil völd í samfélögunum fyrir vestan.“ Spurður hvað honum finnist um það eftirlit sem er í boði núna segir hann að það þurfi að stórauka það. Hann vonar að MAST kæri einnig ákvörðun lögreglustjórans eins og Landssambandið ætlar að gera. Hann segir að hans mati sé ekki hægt að halda laxeldi áfram í óbreyttri mynd. Fiskeldi Matvælaframleiðsla Lax Vesturbyggð Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4. janúar 2024 14:51 Norðmenn ábyrgir fyrir skaðlegu sjókvíaeldi á Íslandi Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna. 2. janúar 2024 10:31 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. 6. nóvember 2023 10:17 Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. 3. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Gunnar Örn segir að í skýrslunni sé alvarlegri vanrækslu lýst og að tvennt standi upp úr við lestur hennar. „Það er bæði það að á þessum tíma virðist starfsemi Arctic Fish á svæðinu hafa verið í einhvers konar lamasessi. Stjórnendur og starfsmenn svara MAST þannig að það hafi verið svo mikið að gera að þeir ráði ekki neitt við neitt. Staðreynd málsins er í raun sú að alveg sama hversu mikið þú vandar þig þá mun eldislax sleppa í opnu sjókvíaeldi. Þá einhvern veginn lýsir þetta bara því fúski sem viðgengst í greininni,“ segir Gunnar Örn en hann var til viðtals í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Í öðru lagi segir hann að starfsmenn viðurkenni að það hafi átt að framkvæma neðansjávareftirlit fyrir löngu í þessari kví en að því hafi ítrekað verið slegið á frest. „Það er mjög alvarlegt mál þegar það er svona mikið í húfi.“ Lögreglustjórinn á Vestfjörðum tilkynnti í desember að rannsókn embættisins á máli tengt Arctic Fish hefði verið hætt. Málið varðaði það þegar á fjórða þúsund eldislaxa sluppu úr sjókví hjá Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst í fyrra. Landssamband veiðifélaga sagði í yfirlýsingu fyrir áramót að þau ætluðu að kæra ákvörðunina. Gunnar Örn segir lögin mjög skýr og setur stórar spurningar við það að lögreglustjórinn hafi látið rannsóknina niður falla. „Við trúum því að lögin séu mjög skýr um þetta og þetta snúist í raun um vankunnáttu lögreglustjórans á Vestfjörðum í málinu. Einfaldlega misskilningi og vankunnáttu á refsiheimildum laganna. Þau lögin séu óskýr um margt þá eru þau skýr um þetta,“ segir Gunnar Örn og að það væri hægt að leysa þetta með því að ráða einfaldlega fólk til vinnu sem getur skilið lögin. „En það vakna spurningar, að því þetta er svo augljóst, hvort það séu einhver önnur öfl sem ráða þarna ferðinni. Hvort lögreglustjórinn á Vestfjörðum einfaldlega treysti sér ekki til að fara áfram gegn þessu fyrirtæki með málið. Sem hafa svona mikil völd í samfélögunum fyrir vestan.“ Spurður hvað honum finnist um það eftirlit sem er í boði núna segir hann að það þurfi að stórauka það. Hann vonar að MAST kæri einnig ákvörðun lögreglustjórans eins og Landssambandið ætlar að gera. Hann segir að hans mati sé ekki hægt að halda laxeldi áfram í óbreyttri mynd.
Fiskeldi Matvælaframleiðsla Lax Vesturbyggð Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4. janúar 2024 14:51 Norðmenn ábyrgir fyrir skaðlegu sjókvíaeldi á Íslandi Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna. 2. janúar 2024 10:31 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. 6. nóvember 2023 10:17 Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. 3. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. 4. janúar 2024 14:51
Norðmenn ábyrgir fyrir skaðlegu sjókvíaeldi á Íslandi Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna. 2. janúar 2024 10:31
Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20
Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. 6. nóvember 2023 10:17
Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. 3. nóvember 2023 23:30