Freyr gerði fimm missera samning Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 09:49 Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu. Kortrijk Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. Samkvæmt frétt á heimasíðu Kortrijk nú í morgun mun Freyr hefja störf á morgun, en fyrsti leikur Kortrijk undir hans stjórn er gegn Standard Liege 20. janúar, þegar vetrarfríi í Belgíu lýkur. Jonathan Hartmann, sem var aðstoðarmaður Freys hjá Lyngby, fylgir honum og verður aðstoðarþjálfari Kortrijk. Eins og fjallað var um á Vísi í gær er Freyr á leiðinni í afar krefjandi starf því Kortrijk er neðst í belgísku A-deildinni, með tíu stig eftir tuttugu leiki. Hann er þriðji þjálfari liðsins á þessari leiktíð og hefur félagið ítrekað skipt um þjálfara síðasta áratug, eftir að malasíski auðjöfurinn Vincent Tan eignaðist það. Freyr var samningsbundinn danska félaginu Lyngby en Kortrijk keypti hann þaðan. Freyr kom Lyngby upp í efstu deild í Danmörku, hélt liðinu þar uppi á síðustu leiktíð og skilur við það um miðja deild. Áður hefur Freyr meðal annars þjálfað kvennalandslið Íslands og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Freyr mun þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast nýja leikmannahópnum sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn líkt og hann gerði hjá Lyngby, en hjá danska félaginu í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson. Belgíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Samkvæmt frétt á heimasíðu Kortrijk nú í morgun mun Freyr hefja störf á morgun, en fyrsti leikur Kortrijk undir hans stjórn er gegn Standard Liege 20. janúar, þegar vetrarfríi í Belgíu lýkur. Jonathan Hartmann, sem var aðstoðarmaður Freys hjá Lyngby, fylgir honum og verður aðstoðarþjálfari Kortrijk. Eins og fjallað var um á Vísi í gær er Freyr á leiðinni í afar krefjandi starf því Kortrijk er neðst í belgísku A-deildinni, með tíu stig eftir tuttugu leiki. Hann er þriðji þjálfari liðsins á þessari leiktíð og hefur félagið ítrekað skipt um þjálfara síðasta áratug, eftir að malasíski auðjöfurinn Vincent Tan eignaðist það. Freyr var samningsbundinn danska félaginu Lyngby en Kortrijk keypti hann þaðan. Freyr kom Lyngby upp í efstu deild í Danmörku, hélt liðinu þar uppi á síðustu leiktíð og skilur við það um miðja deild. Áður hefur Freyr meðal annars þjálfað kvennalandslið Íslands og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Freyr mun þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast nýja leikmannahópnum sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn líkt og hann gerði hjá Lyngby, en hjá danska félaginu í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson.
Belgíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira